„Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. janúar 2020 13:45 Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir eru með vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. Aðsend mynd Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir hafa verið vinkonur frá því í grunnskóla. Þegar þær höfðu báðar eignast tvö börn ákváðu þær að byrja með hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. Fljótlega fer af stað önnur þáttaröð af Fæðingarcastinu en þar segja þær meðal annars frá eigin reynslu. „Við eigum tvær fimm ára stelpur svo á Viktoría sextán mánaða strák og Sara sextán mánaða stelpu. En bæði börnin okkar eru fædd með tíu daga millibili alveg óvart,“ segja þessar samrýmdu vinkonur. „Fyrsta meðgangan mín gekk vel en maður kannski áttaði sig ekki alveg á að það væri heilt barn að vaxa inni í manni sem er algjör andstæða við meðgöngu tvö en þá vissi maður hvað maður væri að fara út í en það var samt mjög erfitt að verða svona rosalega stór með risa kúlu og það fá ekki allir þetta pregnancy glow,“ segir Viktoría. „Fyrri meðgangan mín gekk eins og í sögu og var ég eldhress allan tímann sem var einmitt líka andstæðan við seinni meðgöngu en þá fékk ég mikla grindargliðnun strax í byrjun og svo var ég með mikinn kvíða og vanlíðan líka,“ segir Sara. Vinkonurnar eru mjög nánar og hafa fylgst að frá því í grunnskóla.Aðsend mynd Æðisleg upplifun Þær hafa báðar slæma reynslu af erfiðum fæðingum að baki og ákváðu að segja frá sínum fæðingarsögum og annarra í hlaðvarpinu Fæðingarcastið. „Fyrri fæðing mín var mjög langdregin og hæg en ég gekk fimmtán daga fram yfir og fór í gangsetningu, svo þurfti að snúa henni í miðjum rembing en hún kom svo á endanum. Seinni fæðing var algjör andstæða en þá missi ég vatnið á settum degi og bíð bara eftir verkjunum, fer upp á spítala þegar fyrstu almennilegu verkirnir byrja og hún er fædd fjórum tímum seinna og ég farin heim fjórum tímum eftir að hún fæðist,“ segir Sara. „Ég átti mjög slæma reynslu á fyrri fæðingu sem ég er ennþá að vinna úr. Hríðarnar mjög harðar, hún var skökk og útvíkkun stöðvast svo endaði fæðingin á því að hún var sótt með töngum. í seinni fæðingunni dreymdi mig um að gera þetta sjálf án inngripa en var með mikinn kvíða fyrir fæðingunni en svo tókst mér að fæða tuttugu marka strák sjálf með deyfingu, það var æðisleg upplifun,“ segir Viktoría. „Í fyrra skiptið fórum við heim mjög fljótlega eftir fæðinguna og ég var mjög fljót að jafna mig. Það gekk allt eins og í sögu fyrstu vikurnar fyrir utan brjóstagjöfina en ég náði henni aldrei og á degi tvö heima í átökum að reyna ná þessu ákvað ég að hætta reyna leggja hana á og fór og keypti brjóstapumpu og pumpaði mig fyrir hana í um fjóra mánuði. Eftir seinni fæðinguna fór ég heim fjórum tímum eftir að stelpan kom í heiminn þá búin að fá hjálp með brjóstagjöfina og fyrstu dagarnir bara yndislegir, það kom smá kveisutímabil en svo leið það hjá.“ Fyrsta nóttin strembin „Sængurlegan fyrsta var mjög erfið, við vorum uppi á vöku í níu daga og ég sjálf mjög veik og á sýklalyfjum. Brjóstagjöfin var mjög erfið og við þurftum að mæta með stelpuna á vöku í lyfjagjöf í tvær vikur eftir að við fengum að fara heim. Ég var líka mjög lengi að jafna mig í saumunum. Í seinna skiptið fórum við heim nokkrum klukkutímum eftir fæðingu og ég hafði aldrei upplifað það að fara með glænýtt barn heim þannig fyrsta nóttin var strembin og svo fylgdi smá magavesen hjá litla kút en ég var mun fljótari að jafna mig í seinna skiptið,“ segir Sara um sængurlegur sínar. Þær vinkonurnar segja að það hafi verið ýmsilegt sem þær hefðu viljað vita áður en þær eignuðust fyrsta barn. Vona þær að hlaðvarpið geti reynst verðandi og nýbökuðum foreldrum fróðlegt. „Ég hefði viljað vita meira um í rauninni bara allt ferlið mér fannst mikið vera talað um og undirbúið mann fyrir „venjulega“ fæðingu með engum inngripum og ekki alveg kynnt fyrir manni nóg allt sem getur komið uppá í ferlinu og ég hefði líka viljað vita meira um deyfingar en það hvarflaði ekki að mér að líkaminn gæti neitað deyfingunni eða hún bara virkað öðru megin,“ segir Sara. „Ég hefði viljað vita að allt gengur ekki eftir plani, sársaukann sem fylgir þegar legið dregst saman í brjóstagjöf og að mjólkin kæmi ekki strax,“ bætir Viktoría við. Margir valmöguleikar Þær segjast hafa fengið frábærar viðtökur við fyrstu þáttaröðinni af Fæðingarcastinu en fyrsti þáttur í annarri þáttaröð af hlaðvarpinu þeirra fer fljótlega í loftið. Í fyrstu þáttaröð var aðal áherslan verið á að deila mismunandi fæðingarsögum. „Okkar reynslu, því þegar maður er óléttur þá fær maður yfirleitt bara að heyra hræðslusögur og slæma reynslu og okkur langaði aðeins að opna umræðuna því þetta er aldrei eins hjá neinum. Fólk lærir kannski aðallega hvað það eru margir valmöguleikar í boði og það að engin ein leið er rétt í þessu ferli.“ Í annarri þáttaröð verður svo bætt við fræðslu frá fagaðilum í bland við reynslusögurnar. „Það sem hefur komið mest á óvart er kannski hvað þetta er aldrei eins hjá neinum og hvað margar konur missa fóstur en þær tölur eru sláandi og lítið talað um það. Við viljum hvetja alla þá sem hlusta að endilega senda okkur skilaboð á Instagram ef það er eitthvað sérstakt sem þau vilja heyra, við tökum mjög vel á móti öllum ábendingum.“ Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir hafa verið vinkonur frá því í grunnskóla. Þegar þær höfðu báðar eignast tvö börn ákváðu þær að byrja með hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. Fljótlega fer af stað önnur þáttaröð af Fæðingarcastinu en þar segja þær meðal annars frá eigin reynslu. „Við eigum tvær fimm ára stelpur svo á Viktoría sextán mánaða strák og Sara sextán mánaða stelpu. En bæði börnin okkar eru fædd með tíu daga millibili alveg óvart,“ segja þessar samrýmdu vinkonur. „Fyrsta meðgangan mín gekk vel en maður kannski áttaði sig ekki alveg á að það væri heilt barn að vaxa inni í manni sem er algjör andstæða við meðgöngu tvö en þá vissi maður hvað maður væri að fara út í en það var samt mjög erfitt að verða svona rosalega stór með risa kúlu og það fá ekki allir þetta pregnancy glow,“ segir Viktoría. „Fyrri meðgangan mín gekk eins og í sögu og var ég eldhress allan tímann sem var einmitt líka andstæðan við seinni meðgöngu en þá fékk ég mikla grindargliðnun strax í byrjun og svo var ég með mikinn kvíða og vanlíðan líka,“ segir Sara. Vinkonurnar eru mjög nánar og hafa fylgst að frá því í grunnskóla.Aðsend mynd Æðisleg upplifun Þær hafa báðar slæma reynslu af erfiðum fæðingum að baki og ákváðu að segja frá sínum fæðingarsögum og annarra í hlaðvarpinu Fæðingarcastið. „Fyrri fæðing mín var mjög langdregin og hæg en ég gekk fimmtán daga fram yfir og fór í gangsetningu, svo þurfti að snúa henni í miðjum rembing en hún kom svo á endanum. Seinni fæðing var algjör andstæða en þá missi ég vatnið á settum degi og bíð bara eftir verkjunum, fer upp á spítala þegar fyrstu almennilegu verkirnir byrja og hún er fædd fjórum tímum seinna og ég farin heim fjórum tímum eftir að hún fæðist,“ segir Sara. „Ég átti mjög slæma reynslu á fyrri fæðingu sem ég er ennþá að vinna úr. Hríðarnar mjög harðar, hún var skökk og útvíkkun stöðvast svo endaði fæðingin á því að hún var sótt með töngum. í seinni fæðingunni dreymdi mig um að gera þetta sjálf án inngripa en var með mikinn kvíða fyrir fæðingunni en svo tókst mér að fæða tuttugu marka strák sjálf með deyfingu, það var æðisleg upplifun,“ segir Viktoría. „Í fyrra skiptið fórum við heim mjög fljótlega eftir fæðinguna og ég var mjög fljót að jafna mig. Það gekk allt eins og í sögu fyrstu vikurnar fyrir utan brjóstagjöfina en ég náði henni aldrei og á degi tvö heima í átökum að reyna ná þessu ákvað ég að hætta reyna leggja hana á og fór og keypti brjóstapumpu og pumpaði mig fyrir hana í um fjóra mánuði. Eftir seinni fæðinguna fór ég heim fjórum tímum eftir að stelpan kom í heiminn þá búin að fá hjálp með brjóstagjöfina og fyrstu dagarnir bara yndislegir, það kom smá kveisutímabil en svo leið það hjá.“ Fyrsta nóttin strembin „Sængurlegan fyrsta var mjög erfið, við vorum uppi á vöku í níu daga og ég sjálf mjög veik og á sýklalyfjum. Brjóstagjöfin var mjög erfið og við þurftum að mæta með stelpuna á vöku í lyfjagjöf í tvær vikur eftir að við fengum að fara heim. Ég var líka mjög lengi að jafna mig í saumunum. Í seinna skiptið fórum við heim nokkrum klukkutímum eftir fæðingu og ég hafði aldrei upplifað það að fara með glænýtt barn heim þannig fyrsta nóttin var strembin og svo fylgdi smá magavesen hjá litla kút en ég var mun fljótari að jafna mig í seinna skiptið,“ segir Sara um sængurlegur sínar. Þær vinkonurnar segja að það hafi verið ýmsilegt sem þær hefðu viljað vita áður en þær eignuðust fyrsta barn. Vona þær að hlaðvarpið geti reynst verðandi og nýbökuðum foreldrum fróðlegt. „Ég hefði viljað vita meira um í rauninni bara allt ferlið mér fannst mikið vera talað um og undirbúið mann fyrir „venjulega“ fæðingu með engum inngripum og ekki alveg kynnt fyrir manni nóg allt sem getur komið uppá í ferlinu og ég hefði líka viljað vita meira um deyfingar en það hvarflaði ekki að mér að líkaminn gæti neitað deyfingunni eða hún bara virkað öðru megin,“ segir Sara. „Ég hefði viljað vita að allt gengur ekki eftir plani, sársaukann sem fylgir þegar legið dregst saman í brjóstagjöf og að mjólkin kæmi ekki strax,“ bætir Viktoría við. Margir valmöguleikar Þær segjast hafa fengið frábærar viðtökur við fyrstu þáttaröðinni af Fæðingarcastinu en fyrsti þáttur í annarri þáttaröð af hlaðvarpinu þeirra fer fljótlega í loftið. Í fyrstu þáttaröð var aðal áherslan verið á að deila mismunandi fæðingarsögum. „Okkar reynslu, því þegar maður er óléttur þá fær maður yfirleitt bara að heyra hræðslusögur og slæma reynslu og okkur langaði aðeins að opna umræðuna því þetta er aldrei eins hjá neinum. Fólk lærir kannski aðallega hvað það eru margir valmöguleikar í boði og það að engin ein leið er rétt í þessu ferli.“ Í annarri þáttaröð verður svo bætt við fræðslu frá fagaðilum í bland við reynslusögurnar. „Það sem hefur komið mest á óvart er kannski hvað þetta er aldrei eins hjá neinum og hvað margar konur missa fóstur en þær tölur eru sláandi og lítið talað um það. Við viljum hvetja alla þá sem hlusta að endilega senda okkur skilaboð á Instagram ef það er eitthvað sérstakt sem þau vilja heyra, við tökum mjög vel á móti öllum ábendingum.“
Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál