Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. vísir/vilhelm Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06