Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 20:49 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Primera air fór á hausinn haustið 2018. Vísir/vilhelm Áætlað er að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum á Íslandi hafi dregist saman um 44% á milli áranna 2018 og 2019. Hagstofan rekur samdráttinn til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi en Wow air og Primera air lögðu bæði upp laupana á skömmum tíma. Í bráðabirgðaútreikningum Hagstofunnar á losun koltvísýringsígilda er aðeins tekið tillit til reksturs íslenskra félaga en ekki erlendra félaga sem hafa viðkomu á Íslandi. Losunin hafði aukist um 5% á milli áranna 2017 og 2018. Losunin minnkaði úr tæplega 2,8 milljónum tonnum árið 2018 í tæpar 1,6 milljónir tonna í fyrra. Hún fellur ekki undir skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins. Á sama tímabili stóð losun frá stóriðju svo gott sem í stað. Losunin hefur numið rúmum 1,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minni framleiðsla og bilanir í verksmiðjum eru sagðar ástæða þess að losun frá málmframleiðslu lækkaði um tæp 110.000 tonn á milli 2018 og 2019. Aukning í losun frá kísilverum vó upp á móti lækkuninni frá málmframleiðslunni. Stóriðjulosun fellur heldur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum heldur samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Sá fyrirvari er settur við útreikninga Hagstofunnar að losunartölurnar séu bráðabirgðatölur. Þær verði endurskoðaðar þegar nákvæmari göng liggja fyrir. Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Áætlað er að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum á Íslandi hafi dregist saman um 44% á milli áranna 2018 og 2019. Hagstofan rekur samdráttinn til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi en Wow air og Primera air lögðu bæði upp laupana á skömmum tíma. Í bráðabirgðaútreikningum Hagstofunnar á losun koltvísýringsígilda er aðeins tekið tillit til reksturs íslenskra félaga en ekki erlendra félaga sem hafa viðkomu á Íslandi. Losunin hafði aukist um 5% á milli áranna 2017 og 2018. Losunin minnkaði úr tæplega 2,8 milljónum tonnum árið 2018 í tæpar 1,6 milljónir tonna í fyrra. Hún fellur ekki undir skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins. Á sama tímabili stóð losun frá stóriðju svo gott sem í stað. Losunin hefur numið rúmum 1,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum undanfarin þrjú ár samkvæmt tölum Hagstofunnar. Minni framleiðsla og bilanir í verksmiðjum eru sagðar ástæða þess að losun frá málmframleiðslu lækkaði um tæp 110.000 tonn á milli 2018 og 2019. Aukning í losun frá kísilverum vó upp á móti lækkuninni frá málmframleiðslunni. Stóriðjulosun fellur heldur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum heldur samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Sá fyrirvari er settur við útreikninga Hagstofunnar að losunartölurnar séu bráðabirgðatölur. Þær verði endurskoðaðar þegar nákvæmari göng liggja fyrir.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira