Wuhan-veiran breiðist hraðar út en áður og einkennalausir smita Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 14:05 Hermaður tekur við sjúkragögnum í Wuhan. Vísir/EPA Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Fólk sem smitast af Wuhan-veirunni svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveiru, getur smitað aðra af veirunni áður en einkenni koma fram. Þetta gerir það að verkum að erfiðara er að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Þá virðist veiran jafnframt vera að breiðast hraðar út en áður, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Fimmtíu og sex eru nú látnir af völdum Wuhan-veirunnar og um tvö þúsund manns hafa smitast af henni, langflestir í Kína þar sem hún á upptök sín. Veiran getur valdið alvarlegum lungnasýkingum og einkenni eru m.a. kvef, hósti og hiti. Í yfirlýsingu frá kínverskum yfirvöldum segir m.a. að öll sala á villtum dýrum verði bönnum í Kína frá og með deginum í dag. Talið er að veiran eigi upptök sín í dýrum, nánar tiltekið á matarmarkaði í borginni Wuhan, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. Þá hefur nú verið staðfest að meðgöngutími veirunnar í mönnum, þ.e. tíminn frá smiti og þar til einkenni koma fram, er á bilinu einn til fjórtán dagar. Á þessu tímabili er fólk því ekki endilega meðvitað um að það hafi smitast af veirunni en getur um leið smitað aðra af henni. Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína.Vísir/EPA Í greiningu fréttamanns BBC, sem fjallar um heilbrigðismál, segir að um sé að ræða ákveðinn vendipunkt. Nú sé ljóst að veiran sé frábrugðin ebólu og Sars-veirunni, kórónaveiruafbrigði sem dró hundruð sjúklinga til dauða í Kína árið 2003, að því leyti að þær síðarnefndu smitast aðeins eftir að einkenni koma fram. Í yfirlýsingu kínverskra heilbrigðisyfirvalda segir jafnframt að merki séu um að smithættan sé að aukast. „Í tilfelli þessarar nýju kórónaveiru höfum við ekki fundið upptök smits og við höfum ekki komist til botns í því hvort hætta er á stökkbreytingu [veirunnar] eða hvernig hún berst manna á milli. Þar sem þetta er ný kórónaveira gætu orðið breytingar á komandi dögum og vikum, og hættan sem steðjar að fólki á mismunandi aldri [af veirunni] er einnig að breytast.“ Veiran hefur haft víðtæk áhrif í Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum og samgöngur hafa víða verið lagðar niður til að hefta útbreiðslu hennar. Á annan tug tilfella hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30
Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. 26. janúar 2020 07:34