Mjög sérstök gangtegund hesta í Puerto Rico Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 19:45 Katrín Ólína á Skeiðvöllunum með Ólínu, sem er 10 vetra mögnuð klárhryssa. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“. Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“.
Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira