Hvaða þýðingu hefur helförin fyrir okkur? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 27. janúar 2020 10:30 Alþjóðlegi minningardagurinn um helförina var stofnsettur af Sameinuðu þjóðunum árið 2005. Dagurinn í dag varð fyrir valinu af þeirri ástæðu að þann 27. janúar árið 1945 voru Auschwitz-útrýmingarbúðirnar frelsaðar af sovéska hernum.Í Auschwitz-búðunum einum lét 1.1 milljón manns lífið, en samanlagður fjöldi þeirra sem lést í öðrum útrýmingarbúðum, vinnubúðum og gettóum á yfirráðasvæði nasista í Austur-Evrópu var mun hærri. Heildarfjöldi þeirra sem létust vegna kerfisbundinna ofsókna á stríðsárunum telur 17 milljónir manns.1 Fjöldi látinna er til marks um yfirlýst markmið Adolfs Hitlers og flokkssystkina hans að útrýma öllum þeim þegnum sem þau töldu „óæskilega“ á einhvern hátt. Undir þann hatt féllu hinar ýmsu slavnesku þjóðir, Gyðingar, Rómafólk, fatlaðir, samkynhneigðir og fjöldi annarra hópa. Af öllum hópunum sem voru teknir fyrir sóttu nasistar langsamlega harðast gegn þjóðarbroti Gyðinga. Meðal hinna látnu voru Gyðingar stærsti hópurinn og af öllum þeim veggspjöldum og áróðursritum sem voru skrifuð gegn minnihlutahópum var flestum þeirra beint gegn Gyðingum. 6 milljónir Gyðinga létu lífið í helförinni og fækkaði þeim á heimsvísu úr 17 milljónum í 11 milljónir – um það bil þriðjungur allra Gyðinga í heiminum lét lífið. Því miður hefur með árunum myndast ákveðin hugarfarsleg fjarlægð á milli yngri kynslóðanna og helfararinnar. Í dag eru 75 ár síðan frelsunin frá Auschwitz átti sér stað og fáir eftirlifandi sem geta sagt frá reynslu sinni. En það eru aðrar ástæður fyrir því að fólk gæti átt erfitt með að gera sér í hugarlund hversu hryllileg helförin var í raun og veru. Á ýmsan hátt hefur verið gert lítið úr þeim hörmungum sem áttu sér stað. Það er vert að taka dæmi um tvær birtingarmyndir þess. Helförin gengisfelld með óviðeigandi samanburði Það er í sjálfu sér eðlileg tilhneiging að setja liðna atburði í samhengi við nútímann. Vegna fyrrnefndrar fjarlægðar við sögusvið helfararinnar hefur það hins vegar gerst að hún sé sett í óviðeigandi samhengi. Dagur sem var fyrst og fremst hugsaður sem minningardagur um þá sem létust og þá sem komust naumlega af, hefur af og til verið „vopnvæddur“ í pólitískum tilgangi. Dæmi um það er þegar samanburður er dreginn við nútímaatburði sem eru engan veginn sambærilegir helförinni. Auðvitað ætti fólk að gagnrýna það í heiminum sem er gagnrýnisvert, en þegar samanburður er dreginn upp við atburði sem eru miklu smærri í sniðum og endurspegla flókna milliríkjapólitík frekar en nokkuð annað, er þá ekki bæði gengisfelling á helförinni og vanvirðing gagnvart fórnarlömbum hennar að draga upp slíkan samanburð? Í þeim tilfellum er varla annað að sjá en að helförin skipti litlu sem engu máli fyrir hlutaðeigandi, nema þá einungis sem hentugur stökkpallur út í þeirra eigin baráttumál.2 En eins óviðeigandi og þetta nú er, þá skýtur reglulega upp kollinum eldri og jafnvel alvarlegri birtingarmynd lítilsvirðingar gagnvart fórnarlömbum helfararinnar. Helfararafneitarar eru þöglir um lykilatriði Á nýafstöðnum minningarfundi um helförina sem var haldinn í pólska sendiráðinu bað einn gestanna um að fá orðið og hreytti síðan út úr sér dylgjum þess efnis að tölurnar um fjölda þeirra Gyðinga sem létust í helförinni hafi verið stórlega ýktar og því hafi ekki átt sér stað nein helför. Þessi athugasemd fékk sem betur fer lítinn hljómgrunn og maðurinn var með réttu harðlega gagnrýndur af öðrum gesti í kjölfarið. Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og það þarf lítið að spyrja sig um tilefnin sem liggja þar að baki. Það er ekki annað að sjá en að allir sem haldi slíku fram aðhyllist lífseigar andgyðinglegar samsæriskenningar. Það er einnig áberandi að helfararafneitarar nálgist málið alltaf frá þeirri hlið að þræta fyrir fjölda hinna látnu, en láta það hins vegar kyrrt liggja að minnast á að nasistar höfðu augljóslega einbeittan brotavilja þegar kom að því að hreinsa heiminn af Gyðingum og öllum öðrum sem þeir töldu óæskilega. Það er erfitt að skilja þögn þeirra um fyrirætlanir nasista sem annað en þegjandi samþykki. Að því gefnu er allt þetta karp um tölfræði einungis tilraun til að beina umræðunni frá þeirri staðreynd að þeir eru einfaldlega fylgjandi slíkri aðför gegn minnihlutahópum. Víti til varnaðar Minning helfararinnar hjálpar okkur að sjá sögu mannréttinda í víðara samhengi. Hún hjálpar okkur að sjá hversu hratt réttindum Gyðinga og annarra minnihlutahópa hefur farið fram og hversu dýrmæt þessi réttindi eru. Auk þess veitir helförin áminningu um það hversu fljótt hættuleg hugmyndafræði getur leitt af sér hræðilegar afleiðingar ef ekki tekst að sporna við henni. Sú áminning á sérstaklega erindi til okkar í dag þar sem kunnuglegri, hatursfullri pólitískri hugmyndafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, því það er ekki einungis verkefni stjórnmálamanna, heldur alls samfélagsins að hafna slíkri hugmyndafræði. Heimildir 1 https://auschwitz.org/en/museum/news/light-of-remembrance-for-sara-j-bloomfield-director-of-united-states-holocaust-memorial-museum,1356.html 2 https://www.telegraph.co.uk/news/2020/01/23/israel-accuses-bbc-belittling-holocaust-eve-major-auschwitz/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi minningardagurinn um helförina var stofnsettur af Sameinuðu þjóðunum árið 2005. Dagurinn í dag varð fyrir valinu af þeirri ástæðu að þann 27. janúar árið 1945 voru Auschwitz-útrýmingarbúðirnar frelsaðar af sovéska hernum.Í Auschwitz-búðunum einum lét 1.1 milljón manns lífið, en samanlagður fjöldi þeirra sem lést í öðrum útrýmingarbúðum, vinnubúðum og gettóum á yfirráðasvæði nasista í Austur-Evrópu var mun hærri. Heildarfjöldi þeirra sem létust vegna kerfisbundinna ofsókna á stríðsárunum telur 17 milljónir manns.1 Fjöldi látinna er til marks um yfirlýst markmið Adolfs Hitlers og flokkssystkina hans að útrýma öllum þeim þegnum sem þau töldu „óæskilega“ á einhvern hátt. Undir þann hatt féllu hinar ýmsu slavnesku þjóðir, Gyðingar, Rómafólk, fatlaðir, samkynhneigðir og fjöldi annarra hópa. Af öllum hópunum sem voru teknir fyrir sóttu nasistar langsamlega harðast gegn þjóðarbroti Gyðinga. Meðal hinna látnu voru Gyðingar stærsti hópurinn og af öllum þeim veggspjöldum og áróðursritum sem voru skrifuð gegn minnihlutahópum var flestum þeirra beint gegn Gyðingum. 6 milljónir Gyðinga létu lífið í helförinni og fækkaði þeim á heimsvísu úr 17 milljónum í 11 milljónir – um það bil þriðjungur allra Gyðinga í heiminum lét lífið. Því miður hefur með árunum myndast ákveðin hugarfarsleg fjarlægð á milli yngri kynslóðanna og helfararinnar. Í dag eru 75 ár síðan frelsunin frá Auschwitz átti sér stað og fáir eftirlifandi sem geta sagt frá reynslu sinni. En það eru aðrar ástæður fyrir því að fólk gæti átt erfitt með að gera sér í hugarlund hversu hryllileg helförin var í raun og veru. Á ýmsan hátt hefur verið gert lítið úr þeim hörmungum sem áttu sér stað. Það er vert að taka dæmi um tvær birtingarmyndir þess. Helförin gengisfelld með óviðeigandi samanburði Það er í sjálfu sér eðlileg tilhneiging að setja liðna atburði í samhengi við nútímann. Vegna fyrrnefndrar fjarlægðar við sögusvið helfararinnar hefur það hins vegar gerst að hún sé sett í óviðeigandi samhengi. Dagur sem var fyrst og fremst hugsaður sem minningardagur um þá sem létust og þá sem komust naumlega af, hefur af og til verið „vopnvæddur“ í pólitískum tilgangi. Dæmi um það er þegar samanburður er dreginn við nútímaatburði sem eru engan veginn sambærilegir helförinni. Auðvitað ætti fólk að gagnrýna það í heiminum sem er gagnrýnisvert, en þegar samanburður er dreginn upp við atburði sem eru miklu smærri í sniðum og endurspegla flókna milliríkjapólitík frekar en nokkuð annað, er þá ekki bæði gengisfelling á helförinni og vanvirðing gagnvart fórnarlömbum hennar að draga upp slíkan samanburð? Í þeim tilfellum er varla annað að sjá en að helförin skipti litlu sem engu máli fyrir hlutaðeigandi, nema þá einungis sem hentugur stökkpallur út í þeirra eigin baráttumál.2 En eins óviðeigandi og þetta nú er, þá skýtur reglulega upp kollinum eldri og jafnvel alvarlegri birtingarmynd lítilsvirðingar gagnvart fórnarlömbum helfararinnar. Helfararafneitarar eru þöglir um lykilatriði Á nýafstöðnum minningarfundi um helförina sem var haldinn í pólska sendiráðinu bað einn gestanna um að fá orðið og hreytti síðan út úr sér dylgjum þess efnis að tölurnar um fjölda þeirra Gyðinga sem létust í helförinni hafi verið stórlega ýktar og því hafi ekki átt sér stað nein helför. Þessi athugasemd fékk sem betur fer lítinn hljómgrunn og maðurinn var með réttu harðlega gagnrýndur af öðrum gesti í kjölfarið. Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og það þarf lítið að spyrja sig um tilefnin sem liggja þar að baki. Það er ekki annað að sjá en að allir sem haldi slíku fram aðhyllist lífseigar andgyðinglegar samsæriskenningar. Það er einnig áberandi að helfararafneitarar nálgist málið alltaf frá þeirri hlið að þræta fyrir fjölda hinna látnu, en láta það hins vegar kyrrt liggja að minnast á að nasistar höfðu augljóslega einbeittan brotavilja þegar kom að því að hreinsa heiminn af Gyðingum og öllum öðrum sem þeir töldu óæskilega. Það er erfitt að skilja þögn þeirra um fyrirætlanir nasista sem annað en þegjandi samþykki. Að því gefnu er allt þetta karp um tölfræði einungis tilraun til að beina umræðunni frá þeirri staðreynd að þeir eru einfaldlega fylgjandi slíkri aðför gegn minnihlutahópum. Víti til varnaðar Minning helfararinnar hjálpar okkur að sjá sögu mannréttinda í víðara samhengi. Hún hjálpar okkur að sjá hversu hratt réttindum Gyðinga og annarra minnihlutahópa hefur farið fram og hversu dýrmæt þessi réttindi eru. Auk þess veitir helförin áminningu um það hversu fljótt hættuleg hugmyndafræði getur leitt af sér hræðilegar afleiðingar ef ekki tekst að sporna við henni. Sú áminning á sérstaklega erindi til okkar í dag þar sem kunnuglegri, hatursfullri pólitískri hugmyndafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, því það er ekki einungis verkefni stjórnmálamanna, heldur alls samfélagsins að hafna slíkri hugmyndafræði. Heimildir 1 https://auschwitz.org/en/museum/news/light-of-remembrance-for-sara-j-bloomfield-director-of-united-states-holocaust-memorial-museum,1356.html 2 https://www.telegraph.co.uk/news/2020/01/23/israel-accuses-bbc-belittling-holocaust-eve-major-auschwitz/
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun