Farþegaþota sögð hafa hrapað í Afganistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. janúar 2020 10:50 Embættismenn segja vél á vegum Ariana hafa hrapað í morgun. Flugfélagið sjálft hafnar því. Getty/Paula Bronstein Farþegaþota á vegum Ariana, ríkisflugfélags Afganistans, er sögð hafa hrapað til jarðar skömmu eftir hádegi að staðartíma í morgun. Talið er að um 83 farþegar og áhafnarmeðlimir hafi verið um borð í vélinni sem brotlenti í Ghazni-héraði, suðvestur af höfuðborginni Kabúl. Tildrög brotlendingarinnar liggja ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en upplýsingar um manntjón. Erlendir fjölmiðlar byggja umfjallanir sínar á staðfestingu þarlendra embættismanna, en flugfélagið sjálft sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það hafnar því að vél á þess vegum hafi hrapað. Allar þotur félagsins séu nothæfar og öruggar. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði í hverfi sem AP og Reuters segja lúta stjórn Talíbana. Fimmtán ár eru síðan að farþegaþota hrapaði síðast í Afganistan en stríðandi fylkingar, sem markað hafa daglegt líf í landinu undanfarna áratugi, hafa grandað ófáum herflugvélum, þotum og þyrlum. Þá fórust sjö hermenn þegar Boeing fraktflugvél á vegum Bandaríkjahers hrapaði skömmu eftir flugtak árið 2013.Fréttin verður uppfærð Afganistan Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Farþegaþota á vegum Ariana, ríkisflugfélags Afganistans, er sögð hafa hrapað til jarðar skömmu eftir hádegi að staðartíma í morgun. Talið er að um 83 farþegar og áhafnarmeðlimir hafi verið um borð í vélinni sem brotlenti í Ghazni-héraði, suðvestur af höfuðborginni Kabúl. Tildrög brotlendingarinnar liggja ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en upplýsingar um manntjón. Erlendir fjölmiðlar byggja umfjallanir sínar á staðfestingu þarlendra embættismanna, en flugfélagið sjálft sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það hafnar því að vél á þess vegum hafi hrapað. Allar þotur félagsins séu nothæfar og öruggar. Ghazni-hérað er við rætur Hindu Kush-fjallgarðsins, þar sem veðuraðstæður geta oft verið óblíðar á þessum tíma árs. Brak vélarinnar hafnaði í hverfi sem AP og Reuters segja lúta stjórn Talíbana. Fimmtán ár eru síðan að farþegaþota hrapaði síðast í Afganistan en stríðandi fylkingar, sem markað hafa daglegt líf í landinu undanfarna áratugi, hafa grandað ófáum herflugvélum, þotum og þyrlum. Þá fórust sjö hermenn þegar Boeing fraktflugvél á vegum Bandaríkjahers hrapaði skömmu eftir flugtak árið 2013.Fréttin verður uppfærð
Afganistan Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira