Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 12:49 Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í morgun. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti ríkissáttasemjara og borgarstjóra verkfallsboðun starfsfólks Reykjavíkurborgar í morgun. Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent en rúmlega 1800 voru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær og hefjast aðgerðir að óbreyttu þann 4. febrúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu.Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Klukkan tíu í morgun hélt Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, af stað í Karphúsið þar sem hún afhenti Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá embætti ríkissáttasemjara, tilkynningu um vinnustöðvun. Þaðan lá leið hennar í ráðhúsið. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara tekur við verkfallsboðun Eflingar frá Sólveigu Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna hvatti Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að leiðrétta kjör starfsfólks um leið og hún afhenti honum verkfallsboðunina. Að því loknu áttu þau fund á skrifstofu borgarstjóra að hans frumkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna að staðan sé óbreytt eftir fundinn með borgarstjóra. Ekkert hafi komið fram á þeim fundi sem hafi áhrif á fyrirhuguð verkföll. Efling hefur boðað til blaðamannafundar í Bragganum við Nauthólsvík síðar í dag í tengslum við kjaradeiluna við borgina. Þar mun Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, „gera grein fyrir því hvað leiðrétting á lægstu launum starfsmanna borgarinnar muni kosta Reykjavíkurborg í samanburði við kostnað sveitarfélagsins við nýlega endurnýjun Braggans,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti ríkissáttasemjara og borgarstjóra verkfallsboðun starfsfólks Reykjavíkurborgar í morgun. Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent en rúmlega 1800 voru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær og hefjast aðgerðir að óbreyttu þann 4. febrúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu.Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Klukkan tíu í morgun hélt Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, af stað í Karphúsið þar sem hún afhenti Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra hjá embætti ríkissáttasemjara, tilkynningu um vinnustöðvun. Þaðan lá leið hennar í ráðhúsið. Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara tekur við verkfallsboðun Eflingar frá Sólveigu Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna hvatti Dag B. Eggertsson borgarstjóra til að leiðrétta kjör starfsfólks um leið og hún afhenti honum verkfallsboðunina. Að því loknu áttu þau fund á skrifstofu borgarstjóra að hans frumkvæði. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna að staðan sé óbreytt eftir fundinn með borgarstjóra. Ekkert hafi komið fram á þeim fundi sem hafi áhrif á fyrirhuguð verkföll. Efling hefur boðað til blaðamannafundar í Bragganum við Nauthólsvík síðar í dag í tengslum við kjaradeiluna við borgina. Þar mun Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, „gera grein fyrir því hvað leiðrétting á lægstu launum starfsmanna borgarinnar muni kosta Reykjavíkurborg í samanburði við kostnað sveitarfélagsins við nýlega endurnýjun Braggans,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Borgarstjóri segir samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. 21. janúar 2020 17:38
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24