Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2020 20:31 Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Viðbrögð bæjarbúa í Grindavík við jarðhræringum við fjallið Þorbjörn voru misjöfn þegar rætt var við þá í dag en flestir voru þó sammála um að staðan væri óþægileg. Forsvarsfólk Bláa lónsins og HS orku bentu á orð vísindamanna um að líklegast væri að ekkert gerðist en að hins vegar væri verið að undirbúa allar sviðsmyndir. Land hefur risið vestan við Þorbjörn. Íbúar eru nokkuð órólegir. Herborg Harðardóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa orðið vör við mikið umtal vegna hræringanna. „Þau voru nú að tala um það í sjoppunni, „ef hann fer að skjálfa, þá fer ég.“ Ég líka,“ segir Herborg. „Þetta er eina umræðuefnið núna, svona að manni finnst,“ segir Sigurður Þór Magnússon, starfsmaður Carbon Recycling International. Hann segir hljóðið í íbúum misjafnt. „Það eru margir sem eru mjög stressaðir yfir þessu en aðrir sem hafa engar áhyggjur af þessu.“ Helga Dís Jakobsdóttir, íbúi í Grindavík, segist hafa verði skelkuð fyrst um sinn. „En svo þegar maður les tilkynningarnar og allt um þetta þá eru þetta nokkrar sviðsmyndir sem er verið að setja upp og það er náttúrulega verið að undirbúa hverja og eina.“ Halla María Svansdóttir, einn eigandi Hjá Höllu í Grindavík segir Grindvíkingum nokkuð brugðið, en telur þó að flestir séu „nokkuð rólegir.“ Kristín Guðmundsdóttir, íbúi í Grindavík, segist aftur á móti engar áhyggjur hafa. Hún sé vön jarðskjálftum og öðru slíku. Guðbjörg Ólína Guðnadóttir, annar íbúi í Grindavík, segist vera örlítið hrædd, en hún fylgist vel með fréttum. Almennt eru íbúar í Grindavík sem fréttastofa ræddi við í dag, ánægðir með upplýsingar viðbragðsaðila og sumir vilja vera við öllu búnir. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segjast þegar hafa leitt hugann að því hvernig ætti að forgangsraða eigum sínum og hvað ætti að taka með ef til rýmingar á bænum kæmi. Viðbragðsáætlanir til staðar hjá Bláa lóninu og HS Orku Þá eru forsvarsmenn Bláa lónsins einnig viðbúnir ef til goss kæmi. „Við erum með viðbragðsáætlanir hér í húsi bæði hvað varðar rýmingamál og áhrif á mannvirki,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins. „Svo höfum við líka verið að vinna ytri áætlanir með öðrum hagaðilum á svæðinu.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins.Vísir Hún segir að forsvarsmenn lónsins hafi fyrst og fremst verið að upplýsa framlínufólk innan fyrirtækisins um stöðu mála. „Það getur þá svarað fyrirspurnum ef þær koma. Svo höfum við verið að setja texta á okkar vefsvæði.“ Helga býst ekki við því að það dragi úr ásókn í Bláa lónið vegna þróunarinnar á svæðinu síðustu daga. „Ég á ekki von á því, sér í lagi þar sem okkar sérfræðingar eru að tala um að þetta sé verkefni til að fylgjast með næstu ár og áratugina.“ Ferðamenn sem heimsóttu lónið í dag voru misvel upplýstir um stöðu mála. Skammt frá Bláa lóninu er svo orkuverið í Svartsengi sem fyrirtækið HS Orka rekur en það sér Suðurnesjamönnum bæði fyrir heitu vatni og raforku. Forstjóri þess segir óábyrgt af sér að fara út í hvaða afleiðingar hinar ýmsu sviðsmyndir á þróun mála gætu haft í för með sér. „Sama hvaða sviðsmynd við nefnum. Það er algjörlega óábyrgt af mér að vera að túlka það eitthvað sérstaklega, hér og nú. Við erum með mjög vel hannaðar virkjanir, góð mannvirki og öflugt starfsfólk. Ég er mjög rólegur yfir því sem gæti komið upp. Við höfum viðbragðsáætlanir við öllu slíku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.Vísir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira