Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 18:02 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu. Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. Áætlunin felur meðal annars í sér ákvæði um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund íbúa frá og með árinu 2026. Nái tillagan fram að ganga gæti sveitarfélögum fækkað um fjörutíu á næstu árum. Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunum í dag, sem raunar standa enn yfir, er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði það ávísun á vandræði og óánægju þegar reynt sé að þvinga fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera. Vísaði hann þar til að mynda til umsagna smærri sveitarfélaga sem hafa lýst sig andvíg áformum um „þvingaða sameiningu“ sveitarfélaga. „Ég mun aldrei skrifa upp á slíka lögþvingun. Ég mun alltaf berjast gegn slíkri lögþvingun, vegna þess að ég lít á það sem ofbeldi. Það er ofbeldi að fara fram með þeim hætti,“ sagði Óli Björn meðal annars. „Ég mun standa gegn því að fært verði í lög að svipta íbúa sveitarfélaga sjálfsákvörðunarrétti.“ Máli sínu til stuðnings benti Óli Björn meðal annars á að sveitarfélögum hafi þegar farið fækkandi á síðustu þrjátíu árum. Það sé ekki fyrir tilstilli löggjafar Alþings heldur þar sem sveitarfélögin hafi sjálf séð sér hag í því að sameinast. Samhljómur um tillöguna að öðru leyti Líkt og orð Óla Björns gefa til kynna eru nokkuð skiptar skoðanir eru uppi um tillöguna en Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var framsögumaður málsins fyrir hönd meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar. Hún sagði að í umsögnum sem bárust nefndinni um málið sé almennt samhljómur um þau markmið sem sett eru fram í áætluninni. „Þá virðist almennt vera jákvæð afstaða til þeirrar aðgerðaáætlunar sem lögð er fram í tillögunni fyrir utan 1. lið hennar þar sem lagt er til að lögfesta lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga,“ sagði Líneik. Þannig hafi mestur tími nefndarinnar óhjákvæmilega farið í umfjöllun um þann lið. Ítrekaði hún jafnframt að við mótun áætlunarinnar skuli gætt að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, kynnti álit minnihluta nefndarinnar. Þar er þingsályktuninni fagnað en hins vegar lagst gegn því að ríkisvaldið „gangi fram um að þvinga fram sameiningar sveitarfélaga með lögum líkt og lagt er til með tillögunni, án tillits til aðstæðna á hverju svæði eða vilja íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Minni hlutinn hafnar því jafnframt alfarið að sameiningar sveitarfélaga séu þvingaðar fram með lögum án tillits til sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga og án þess að íbúum þeirra sé veitt tækifæri til að hafa þar áhrif á niðurstöðuna,“ líkt og segir í minnihlutaálitinu.
Alþingi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira