Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 22:43 Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísir/AP Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi. Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi.
Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36