Guardiola til varnar Klopp: Við veljum leikmennina en ekki enska sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 09:00 Pep Guardiola og Jürgen Klopp fyrir síðasta leik þeirra. Getty/Andrew Powell Pep Guardiola og Ole Gunnar Solskjaer hafa báðir komið til varnar Jürgen Klopp og ákvörðun hans að virða vetrarfríið og senda 23 ára liðið í endurtekna bikarleikinn á móti Shrewsbury Town. Knattspyrnustjórar erkifjendanna í Manchester City og Manchester United voru spurðir út í málið á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola varaði yfirmenn ensku knattspyrnusambandsins að þeir hefði engan rétt til þess að segja knattspyrnustjórum félaganna hvaða leikmenn þeir eigi að nota og hverja ekki. Jürgen Klopp hefur fengið á sig meiri en gagnrýni en áður á stjóraferli sínum hjá Liverpool vegna þessa að mörgum á Englandi finnst hann vanvirða með þessu ensku bikarkeppninnar en Englendingar eru mjög stoltir af þessari elstu keppni í heimi. Manchester united in its support of Jürgen Klopp after Pep Guardiola joins Ole Gunnar Solskjaer in defence of the Liverpool manager following FA Cup replay fallout. @TelegraphDucker reports | https://t.co/w1DFb889VT— Telegraph Football (@TeleFootball) January 28, 2020 Pep Guardiola hefur áður gagnrýnt þétta leikjadagskrá ensku liðanna í en nú verður í fyrsta sinn vetrarfrí á deildinni. Málið snýst einmitt um þetta vetrarfrí því Jürgen Klopp var búinn að ákveða að gefa leikmönnum aðalliðsins frí til að safna orku fyrir lokasprettinn. Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town var annar leikur settur á í þessu vetrarfríi. Pep Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun hjá Jürgen Klopp og hann talaði máli Þjóðverjans. „Við sættum okkur við leikjadagskránna í þessum keppnum með leikjum á tveggja til þriggja daga fresti en ekki segja knattspyrnustjórunum hvaða leikmenn þeir eiga að nota. Það er okkar starf að velja þá,“ sagði Pep Guardiola. „Þeir gera það sem þeir vilja og við munum mæta þá og þegar þeir setja leikina á. Það kemur þeim hins vegar ekki við hvaða leikmenn við notum í leikjunum. Þar liggur okkar skylda,“ ítrekaði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Pep Guardiola og Ole Gunnar Solskjaer hafa báðir komið til varnar Jürgen Klopp og ákvörðun hans að virða vetrarfríið og senda 23 ára liðið í endurtekna bikarleikinn á móti Shrewsbury Town. Knattspyrnustjórar erkifjendanna í Manchester City og Manchester United voru spurðir út í málið á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola varaði yfirmenn ensku knattspyrnusambandsins að þeir hefði engan rétt til þess að segja knattspyrnustjórum félaganna hvaða leikmenn þeir eigi að nota og hverja ekki. Jürgen Klopp hefur fengið á sig meiri en gagnrýni en áður á stjóraferli sínum hjá Liverpool vegna þessa að mörgum á Englandi finnst hann vanvirða með þessu ensku bikarkeppninnar en Englendingar eru mjög stoltir af þessari elstu keppni í heimi. Manchester united in its support of Jürgen Klopp after Pep Guardiola joins Ole Gunnar Solskjaer in defence of the Liverpool manager following FA Cup replay fallout. @TelegraphDucker reports | https://t.co/w1DFb889VT— Telegraph Football (@TeleFootball) January 28, 2020 Pep Guardiola hefur áður gagnrýnt þétta leikjadagskrá ensku liðanna í en nú verður í fyrsta sinn vetrarfrí á deildinni. Málið snýst einmitt um þetta vetrarfrí því Jürgen Klopp var búinn að ákveða að gefa leikmönnum aðalliðsins frí til að safna orku fyrir lokasprettinn. Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town var annar leikur settur á í þessu vetrarfríi. Pep Guardiola var spurður út í þessa ákvörðun hjá Jürgen Klopp og hann talaði máli Þjóðverjans. „Við sættum okkur við leikjadagskránna í þessum keppnum með leikjum á tveggja til þriggja daga fresti en ekki segja knattspyrnustjórunum hvaða leikmenn þeir eiga að nota. Það er okkar starf að velja þá,“ sagði Pep Guardiola. „Þeir gera það sem þeir vilja og við munum mæta þá og þegar þeir setja leikina á. Það kemur þeim hins vegar ekki við hvaða leikmenn við notum í leikjunum. Þar liggur okkar skylda,“ ítrekaði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira