Airbus semur um 500 milljarða sekt vegna mútugreiðslna Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2020 09:40 Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til söluaðila. Getty Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus verður sektaður um fjóra milljarða Bandaríkjadala, um 500 milljarða íslenskra króna, eftir að samkomulag náðist í kjölfar rannsóknar á spillingu af hálfu flugvélaframleiðandans og mútur í tengslum við flugvélasölu. Erlendir fjölmiðlar segja að þetta hafi orðið ljóst eftir að samkomulag náðist í viðræðum Airbus við bresk, frönsk og bandarísk yfirvöld. Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til milliliða í söluferli flugvéla. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi að sektin sé líklega sú hæsta í sögunni þegar kemur að spillingarmálum, en rannsóknin hefur staðið í um þrjú ár og hefur orðið mikil breyting á stjórnendateymi Airbus á þeim tíma. Þurfa að leggja blessun sína yfir samkomulagið Dómstólar í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið, en verði gefið grænt ljós myndi það leiða til þess að flugvélaframleiðandinn myndi komast hjá því að sæta ákæru. Færi svo að Airbus yrði dregið fyri dómstóla ætti félagið á hættu að verða meinað að taka þátt í opinberum útboðum bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum Evrópusambandsins. Dómstólar munu taka afstöðu til samkomulagsins síðar í vikunni. Stjórnendur Airbus eru sagðir hafa gerst sekir um spillingarbrot á evrópskum markaði á um tíu ára tímabili, en bandarísk yfirvöld rannsökuðu félagið vegna gruns um að hafa brotið gegn reglum um útflutning. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Airbus hækkuðu um eitt prósent í morgun eftir að tilkynnt var um samkomulagið. Má telja að fjárfestar álíti að með samkomulaginu sé verið að fjarlægja stein í götu flugvélaframleiðandans sem hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins síðustu ár. Airbus Bandaríkin Bretland Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus verður sektaður um fjóra milljarða Bandaríkjadala, um 500 milljarða íslenskra króna, eftir að samkomulag náðist í kjölfar rannsóknar á spillingu af hálfu flugvélaframleiðandans og mútur í tengslum við flugvélasölu. Erlendir fjölmiðlar segja að þetta hafi orðið ljóst eftir að samkomulag náðist í viðræðum Airbus við bresk, frönsk og bandarísk yfirvöld. Rannsókn breskra og franskra yfirvalda hófst eftir að ábendingar bárust um vafasamar greiðslur til milliliða í söluferli flugvéla. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi að sektin sé líklega sú hæsta í sögunni þegar kemur að spillingarmálum, en rannsóknin hefur staðið í um þrjú ár og hefur orðið mikil breyting á stjórnendateymi Airbus á þeim tíma. Þurfa að leggja blessun sína yfir samkomulagið Dómstólar í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið, en verði gefið grænt ljós myndi það leiða til þess að flugvélaframleiðandinn myndi komast hjá því að sæta ákæru. Færi svo að Airbus yrði dregið fyri dómstóla ætti félagið á hættu að verða meinað að taka þátt í opinberum útboðum bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum Evrópusambandsins. Dómstólar munu taka afstöðu til samkomulagsins síðar í vikunni. Stjórnendur Airbus eru sagðir hafa gerst sekir um spillingarbrot á evrópskum markaði á um tíu ára tímabili, en bandarísk yfirvöld rannsökuðu félagið vegna gruns um að hafa brotið gegn reglum um útflutning. Hlutabréf hækkuðu Hlutabréf í Airbus hækkuðu um eitt prósent í morgun eftir að tilkynnt var um samkomulagið. Má telja að fjárfestar álíti að með samkomulaginu sé verið að fjarlægja stein í götu flugvélaframleiðandans sem hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins síðustu ár.
Airbus Bandaríkin Bretland Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira