Óttast var um björgunarsveitarmann eftir að snjóflóð féll þegar leit var lokið Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2020 19:54 Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“ Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42