Logi Ólafs: Fyrst og fremst ánægja og gleði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2020 20:50 Logi fer sáttur að sofa í kvöld eftir sigur sinna manna á KR. mynd/stöð 2 Logi Ólafsson - þjálfari í liðs FH í Pepsi Max deild karla í fótbolta - var eðlilega sáttur með 2-1 sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli er íslenski boltinn snéri aftur eftir nokkurra daga hlé vegna kórónufaraldursins. Leikskipulag FH gekk fullkomlega upp og skilaði góðum sigri á erkifjendum FH í KR. „Þetta er fyrst og fremst ánægja og gleði að hafa sigrað þetta sterka lið hér á heimavelli. Það hefur ekki hver sem er komið hingað og gert það. Við erum bara mjög ánægðir, það er fyrst og fremst það sem situr eftir,“ sagði Logi sáttur að leik loknum. Gefur sigur kvöldsins FH-ingum aukna trú fyrir komandi verkefni? „Klárlega. Svona verkefni sem skilar sigrar skilar alltaf einhverju til framhaldsins, það er alveg ljóst. Eftir að við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari FH] byrjuðum höfum við fengið það sem menn vilja kalla léttari mótherja og aldrei lent í alvöru prófi að mati sumra en þetta var allavega alvöru próf.“ „Hann leysir allar þessar stöður. Hann getur verið í öllum þessum fremstu stöðum og inn á miðjunni líka. Það er mikill styrkur að vera með mann sem getur leyst meira en eina stöðu á vellinum,“ sagði Logi um frammistöðu Þóris Jóhanns Helgasonar á Meistaravöllum í dag. Þórir Jóhann lagði upp bæði mörk FH í leiknum. Það fyrra á meðan hann lék á vinstri vængnum og það síðara er hann lék á þeim hægri. „Við notuðum þetta hlé til að reyna bæta líkamlegt atgervi og líður okkur eins og það hafi tekist. Okkur hefur legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu sterkir í lok leikjanna, við vildum bæta það og það fannst mér skila sér í dag,“ sagði Logi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Logi Ólafsson - þjálfari í liðs FH í Pepsi Max deild karla í fótbolta - var eðlilega sáttur með 2-1 sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli er íslenski boltinn snéri aftur eftir nokkurra daga hlé vegna kórónufaraldursins. Leikskipulag FH gekk fullkomlega upp og skilaði góðum sigri á erkifjendum FH í KR. „Þetta er fyrst og fremst ánægja og gleði að hafa sigrað þetta sterka lið hér á heimavelli. Það hefur ekki hver sem er komið hingað og gert það. Við erum bara mjög ánægðir, það er fyrst og fremst það sem situr eftir,“ sagði Logi sáttur að leik loknum. Gefur sigur kvöldsins FH-ingum aukna trú fyrir komandi verkefni? „Klárlega. Svona verkefni sem skilar sigrar skilar alltaf einhverju til framhaldsins, það er alveg ljóst. Eftir að við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari FH] byrjuðum höfum við fengið það sem menn vilja kalla léttari mótherja og aldrei lent í alvöru prófi að mati sumra en þetta var allavega alvöru próf.“ „Hann leysir allar þessar stöður. Hann getur verið í öllum þessum fremstu stöðum og inn á miðjunni líka. Það er mikill styrkur að vera með mann sem getur leyst meira en eina stöðu á vellinum,“ sagði Logi um frammistöðu Þóris Jóhanns Helgasonar á Meistaravöllum í dag. Þórir Jóhann lagði upp bæði mörk FH í leiknum. Það fyrra á meðan hann lék á vinstri vængnum og það síðara er hann lék á þeim hægri. „Við notuðum þetta hlé til að reyna bæta líkamlegt atgervi og líður okkur eins og það hafi tekist. Okkur hefur legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu sterkir í lok leikjanna, við vildum bæta það og það fannst mér skila sér í dag,“ sagði Logi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira