Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 18:26 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðherra leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. Í minnisblaði sem sent var frá ráðherra til Ríkisstjórnarinnar í dag segir að efnahagslegur kostnaður af smitum, ótta við smit og sóttvarnaraðgerðum sé verulegur. Hann felist að miklu leyti í tekjutapi vegna minni umsvifa. Í minnisblaðinu er vísað til bandarískrar rannsóknar þar sem fram kemur að samfélagslegur kostnaður af hverju COVID-19 smiti væri jafnvirði 40 milljóna króna. Í því segir að harðari sóttvarnaráðstafanir geti orðið til þess að þjóðarbúið verði af 20 til 24 milljörðum króna vegna minni umsvifa í ferðaþjónustu. Ætla megi að þeir ferðamenn sem hafa komið til landsins undanfarna tæpa tvo mánuði hafi lagt um átta milljarða til efnahagslífsins - en útbreiðsla faraldursins með hörðum sóttvarnaráðstöfunum geti aftur á móti dregið úr neyslu innlendra aðila um 10 milljarða króna á mánuð Þá sé óefnislegur kostnaður einnig verulegur og geta efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaraðgerðum hlaupið á hundruðum milljarða króna. Mun meiri kostnaður er af almennum sóttvarnaaðgerðum, svo sem samkomubanni, en sértækum aðgerðum á borð við smitrakningu og sóttkví segir í minnisblaðinu. Þegar faraldurinnhafi staðið sem hæst hafi innanlands kortavelta Íslendinga verið um 10 milljörðum króna minni á mánuði en hún hefði verið án faraldursins. Samsvarar það um 4% af landsframleiðslu hvers mánaðar. Í mörgum Evrópulöndum þar sem beitt var harðari aðgerðum en á Íslandi dróst landsframleiðsla saman um 10-20% á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í minnisblaðinu að hvert smit geti haft í för með sé mikinn kostnað en kostnaður samfélagsins vegna sóttkvía sem beita hefur þurft í sumar hlaupi líklega á hundruðum milljóna króna. Forsenda sé fyrir komum ferðamanna til Íslands að landamærin séu tiltölulega opin en einnig að stjórn hafi náðst á faraldrinum hér á landi og í upprunalandi ferðamanns. Því felist bæði ábati og kostnaður í því að létta á ferðatakmörkunum. „Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“ Þá segir einnig í minnisblaðinu að svo lengi sem einhver hætta sé á því að smitaður einstaklingur komi til landsins og smiti út frá sér felist efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Reynsla erlendis frá bendi þá til þess að ferðatakmarkanir geti dregið verulega úr hættinnu á smitum en ekki komið alveg í veg fyrir hana. Er þá vísað til eyríkjanna Færeyja og Nýja-Sjálands þar sem veirunni hafði nær verið útrýmt en á undanförnum vikum eða dögum hefur veiran haslað sér völl að nýju. Landamæraskimun dragi verulega úr líkunum á því að smitaðir ferðamenn komi inn í landið en þó séu vísbendingar um að einhverjir smitaðir hafi komist hingað til lands. 40 manns hafi greinst smitaðir á landamærunum og er hlutfall smitaðra um 0,05% en síðasta mánuð hefur tiltekinn hópur þurft að undirgangast tvöfalda skimun. Í þeim hópi hafi 14 greinst í fyrri sýnatöku en 2 í þeirri seinni. „Svo lengi sem einhver hætta er á því að fólk sem kemur erlendis frá smiti út frá sér felst efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Þessi kostnaður er óviss og háður aðstæðum,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. „Frá hagfræðilegu sjónarmiði væri eðlilegt að farþegar til landsins greiði gjald til að koma til móts við samfélagslegan kostnað vegna hættu á að smit berist til landsins. Skimun við landamæri minnkar smithættuna og þar með kostnað af hennar völdum. Eðlilegt er að ferðalangar greiði sjálfir að fullu fyrir beinan kostnað af landamæraskimun. Að auki hníga hagræn rök til þess að gjald sé lagt á komur farþega til að koma til móts við þann samfélagslega kostnað sem fylgir hættu á að smit berist til landsins við núverandi aðstæður og endurspeglast ekki í verðlagningu ferðalaga á markaði, en of lágt verð leiðir til óhagkvæmrar áhættutöku sem slíku gjaldi er falið að leiðrétta,“ segir í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra til Ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðherra leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. Í minnisblaði sem sent var frá ráðherra til Ríkisstjórnarinnar í dag segir að efnahagslegur kostnaður af smitum, ótta við smit og sóttvarnaraðgerðum sé verulegur. Hann felist að miklu leyti í tekjutapi vegna minni umsvifa. Í minnisblaðinu er vísað til bandarískrar rannsóknar þar sem fram kemur að samfélagslegur kostnaður af hverju COVID-19 smiti væri jafnvirði 40 milljóna króna. Í því segir að harðari sóttvarnaráðstafanir geti orðið til þess að þjóðarbúið verði af 20 til 24 milljörðum króna vegna minni umsvifa í ferðaþjónustu. Ætla megi að þeir ferðamenn sem hafa komið til landsins undanfarna tæpa tvo mánuði hafi lagt um átta milljarða til efnahagslífsins - en útbreiðsla faraldursins með hörðum sóttvarnaráðstöfunum geti aftur á móti dregið úr neyslu innlendra aðila um 10 milljarða króna á mánuð Þá sé óefnislegur kostnaður einnig verulegur og geta efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaraðgerðum hlaupið á hundruðum milljarða króna. Mun meiri kostnaður er af almennum sóttvarnaaðgerðum, svo sem samkomubanni, en sértækum aðgerðum á borð við smitrakningu og sóttkví segir í minnisblaðinu. Þegar faraldurinnhafi staðið sem hæst hafi innanlands kortavelta Íslendinga verið um 10 milljörðum króna minni á mánuði en hún hefði verið án faraldursins. Samsvarar það um 4% af landsframleiðslu hvers mánaðar. Í mörgum Evrópulöndum þar sem beitt var harðari aðgerðum en á Íslandi dróst landsframleiðsla saman um 10-20% á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í minnisblaðinu að hvert smit geti haft í för með sé mikinn kostnað en kostnaður samfélagsins vegna sóttkvía sem beita hefur þurft í sumar hlaupi líklega á hundruðum milljóna króna. Forsenda sé fyrir komum ferðamanna til Íslands að landamærin séu tiltölulega opin en einnig að stjórn hafi náðst á faraldrinum hér á landi og í upprunalandi ferðamanns. Því felist bæði ábati og kostnaður í því að létta á ferðatakmörkunum. „Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“ Þá segir einnig í minnisblaðinu að svo lengi sem einhver hætta sé á því að smitaður einstaklingur komi til landsins og smiti út frá sér felist efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Reynsla erlendis frá bendi þá til þess að ferðatakmarkanir geti dregið verulega úr hættinnu á smitum en ekki komið alveg í veg fyrir hana. Er þá vísað til eyríkjanna Færeyja og Nýja-Sjálands þar sem veirunni hafði nær verið útrýmt en á undanförnum vikum eða dögum hefur veiran haslað sér völl að nýju. Landamæraskimun dragi verulega úr líkunum á því að smitaðir ferðamenn komi inn í landið en þó séu vísbendingar um að einhverjir smitaðir hafi komist hingað til lands. 40 manns hafi greinst smitaðir á landamærunum og er hlutfall smitaðra um 0,05% en síðasta mánuð hefur tiltekinn hópur þurft að undirgangast tvöfalda skimun. Í þeim hópi hafi 14 greinst í fyrri sýnatöku en 2 í þeirri seinni. „Svo lengi sem einhver hætta er á því að fólk sem kemur erlendis frá smiti út frá sér felst efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Þessi kostnaður er óviss og háður aðstæðum,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. „Frá hagfræðilegu sjónarmiði væri eðlilegt að farþegar til landsins greiði gjald til að koma til móts við samfélagslegan kostnað vegna hættu á að smit berist til landsins. Skimun við landamæri minnkar smithættuna og þar með kostnað af hennar völdum. Eðlilegt er að ferðalangar greiði sjálfir að fullu fyrir beinan kostnað af landamæraskimun. Að auki hníga hagræn rök til þess að gjald sé lagt á komur farþega til að koma til móts við þann samfélagslega kostnað sem fylgir hættu á að smit berist til landsins við núverandi aðstæður og endurspeglast ekki í verðlagningu ferðalaga á markaði, en of lágt verð leiðir til óhagkvæmrar áhættutöku sem slíku gjaldi er falið að leiðrétta,“ segir í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra til Ríkisstjórnarinnar.
„Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira