Handbolti

Aron: Leyfist engum að vera hátt uppi

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Aron Pálmarsson er einbeittur.
Aron Pálmarsson er einbeittur.

Rússneski björninn bíður íslenska landsliðsins í kvöld og Aron Pálmarsson veit að það verður snúið verkefni.

„Þetta er allt annað lið en Danir. Við höfum verið að skoða þá og þeir eru með góða leikmenn í góðum liðum. Þetta er allt annar handbolti en þeir eru mjög aggressífir og árásir upp úr engu,“ segir Aron.

„Við verðum að vera vel einbeittir allan leikinn. Liðið hefur fulla trú á því hvað það geti gert eftir Danaleikinn. Við vitum að þetta er bara rétt byrjað og það leyfist engum að vera hátt uppi eftir einn leik. Sérstaklega miðað við hvernig síðustu tvö EM hafa verið hjá okkur.“

Leikurinn hefst klukkan 17.15 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Klippa: Aron um Rússana

Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur HSÍ í dag

HSÍ var með blaðamannafund í Malmö í dag þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins.

Guðmundur: Þessi sigur er á topp fimm hjá mér

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn gegn Dönum í gær hafi verið einn besti leikur í sögu landsliðsins. Hann er líka ofarlega á hans eigin afrekalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×