Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. janúar 2020 00:48 Mikil örtröð er í flugstöðinni. Vísir/Gulli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42
Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35