CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. janúar 2020 10:50 Íslendingar eru sólgnir í Domino's Pizzur, ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum. Skjáskot Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC. Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC.
Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01
Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42