Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2020 13:30 Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15