Fresta kynningarfundi vegna veðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 16:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að miðað við þær tillögur sem nú er unnið útfrá gæti miðhálendisþjóðgarður orðið sá stærsti eða næststærsti í Evrópu. Vísir/vilhelm Fyrirhuguðum kynningarfundi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð hefur verið frestað vegna veðurs. Fundurinn átti að fara fram í Veröld-húsi Vigdísar í Reykjavík í dag en ný tímasetning fyrir fundinn verður auglýst á næstu dögum að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Um er að ræða einn nokkurra funda sem fyrirhugaðir eru víða um landið þar sem kynna á áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dagsetningum er breytt en í síðustu viku voru kynntar nýjar dagsetningar undir fundina þar sem veður hafði áður sett strik í reikninginn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið uppi um málið en formaður umhverfis- og samgöngunefndar lýsti því til að mynda í gær að hann teldi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ótímabæra.Drög að frumvarpi eru nú í samráðsgátt er lítur að stofnun þjóðgarðsins en á þessum kynningarfundum hyggst ráðherra meðal annars fara yfir forsendur og markmið með stofnun þjóðgarðsins og kynna aðalatriði frumvarpsins. Þá var í dag jafnframt framlengdur umsagnafrestur um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða en með því er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný stofnun sem fari með málefni þjóðgarða. Þá er gert ráð fyrir að verkefni Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun. Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Fyrirhuguðum kynningarfundi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð hefur verið frestað vegna veðurs. Fundurinn átti að fara fram í Veröld-húsi Vigdísar í Reykjavík í dag en ný tímasetning fyrir fundinn verður auglýst á næstu dögum að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Um er að ræða einn nokkurra funda sem fyrirhugaðir eru víða um landið þar sem kynna á áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dagsetningum er breytt en í síðustu viku voru kynntar nýjar dagsetningar undir fundina þar sem veður hafði áður sett strik í reikninginn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið uppi um málið en formaður umhverfis- og samgöngunefndar lýsti því til að mynda í gær að hann teldi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ótímabæra.Drög að frumvarpi eru nú í samráðsgátt er lítur að stofnun þjóðgarðsins en á þessum kynningarfundum hyggst ráðherra meðal annars fara yfir forsendur og markmið með stofnun þjóðgarðsins og kynna aðalatriði frumvarpsins. Þá var í dag jafnframt framlengdur umsagnafrestur um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða en með því er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný stofnun sem fari með málefni þjóðgarða. Þá er gert ráð fyrir að verkefni Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun.
Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira