Höfuðborgarbörn fái fylgd í skólann og ekkert skólahald í Skagafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2020 21:51 Staðan á Kjalarnesi. Vísir/Jói K. Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48