Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:45 Meghan stendur hér á milli drottningarinnar og eiginmannsins. Myndin er tekin á viðburði í apríl 2018. Meghan og Harry höfðu þá verið trúlofuð í um það bil ár og giftu sig mánuði síðar. vísir/Getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56