Þjálfari meistaranna slasaði sjálfan sig við að reyna að kveikja í sínum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 23:30 Ed Orgeron eða Coach O eins og hann er alltaf kallaður. Getty/Alika Jenner Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020 Íþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Sjá meira
Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020
Íþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Sjá meira