Netflix kostar Eurovision Ríkisútvarpsins Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 14:20 Kostunarsamningurinn er uppá tæpar tíu milljónir en þessi bræðingur Netflix og Ríkisútvarpsins ohf. má heita athyglisverður. Hin risavaxna bandaríska streymisveita Netflix mun kosta Söngvakeppnina hjá Ríkisútvarpinu ohf. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða kostunarsamning sem slagar hátt í tíu milljónir. Eins og Vísir hefur greint frá eru áform uppi innan Netflix að koma sér betur fyrir á markaði hérlendis. Nú þegar eru umsvif fyrirtækisins veruleg en um níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 19 til 29 ára hafa aðgang að efnisveitunni. Netflix framleiðir vísindasöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks og þá framleiðir Netflix mynd Will Ferrells um Eurovison sem að hluta til var tekin upp á Húsavík. Ekki liggur fyrir hvort það verkefni hafi haft áhrif á að þessi kostunarsamningur var gerður. Vísir náði ekki í Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra á Ríkisútvarpinu til að spyrja hann nánar út í þennan athyglisverða bræðing. Því þetta samstarf Ríkisútvarpsins ofh. og Netflix er allrar athygli vert meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa verið að leita leiða til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Ein hugmynda sem fram hefur komið í þeim efnum er að ríkisfjölmiðillinn RÚV ohf. verði tekinn af auglýsingamarkaði. Rekstrarvanda fjölmiðla má meðal annars rekja til erfiðrar samkeppni við stórar alþjóðlegar efnisveitur og samfélagsmiðla svo sem Facebook, YouTube, Instagram, Twitter og svo sækir Netflix að áskriftarmiðlum svo sem Stöð 2 með framboði á efni og þá Ríkisútvarpinu einnig. Alþingi Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Hin risavaxna bandaríska streymisveita Netflix mun kosta Söngvakeppnina hjá Ríkisútvarpinu ohf. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða kostunarsamning sem slagar hátt í tíu milljónir. Eins og Vísir hefur greint frá eru áform uppi innan Netflix að koma sér betur fyrir á markaði hérlendis. Nú þegar eru umsvif fyrirtækisins veruleg en um níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 19 til 29 ára hafa aðgang að efnisveitunni. Netflix framleiðir vísindasöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks og þá framleiðir Netflix mynd Will Ferrells um Eurovison sem að hluta til var tekin upp á Húsavík. Ekki liggur fyrir hvort það verkefni hafi haft áhrif á að þessi kostunarsamningur var gerður. Vísir náði ekki í Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra á Ríkisútvarpinu til að spyrja hann nánar út í þennan athyglisverða bræðing. Því þetta samstarf Ríkisútvarpsins ofh. og Netflix er allrar athygli vert meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa verið að leita leiða til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Ein hugmynda sem fram hefur komið í þeim efnum er að ríkisfjölmiðillinn RÚV ohf. verði tekinn af auglýsingamarkaði. Rekstrarvanda fjölmiðla má meðal annars rekja til erfiðrar samkeppni við stórar alþjóðlegar efnisveitur og samfélagsmiðla svo sem Facebook, YouTube, Instagram, Twitter og svo sækir Netflix að áskriftarmiðlum svo sem Stöð 2 með framboði á efni og þá Ríkisútvarpinu einnig.
Alþingi Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44
Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45
Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08
Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57