Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 15:40 Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa. Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020 Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020
Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira