Danir innkalla íslenskt súkkulaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 21:09 Súkkulaðið sem innkallað var í Danmörku. Nói Síríus Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. Í frétt DR um málið segir að súkkulaðið sé framleitt á „eldfjallaeyjunni“ en selt um alla Danmörku í verslunum Irma, sem heyra undir Coop. Viðskiptavinum sem kunna að hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi, 100 gramma mjólkursúkkulaðiplötu með íslensku sjávarsalti og karamellu, er bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Þá beinir danska matvælastofnunin því til neytenda að borða ekki súkkulaðið þar sem ekki sé hægt að útiloka að blátt plast hafi borist í það við framleiðslu á Íslandi. Hið sama var uppi á teningnum í síðustu viku þegar Nói Síríus innkallaði þrjár tegundir af súkkulaði hér á landi. Um var að ræða tvær stærðir af hreinu Síríus Rjómasúkkulaði og eina stærð af Síríus Suðusúkkulaði. „Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð. Tekið skal fram að umræddur vélbúnaður hefur verið lagfærður og því um einangrað tilvik að ræða,“ sagði í tilkynningu Nóa Síríusar á föstudag. Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. Í frétt DR um málið segir að súkkulaðið sé framleitt á „eldfjallaeyjunni“ en selt um alla Danmörku í verslunum Irma, sem heyra undir Coop. Viðskiptavinum sem kunna að hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi, 100 gramma mjólkursúkkulaðiplötu með íslensku sjávarsalti og karamellu, er bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Þá beinir danska matvælastofnunin því til neytenda að borða ekki súkkulaðið þar sem ekki sé hægt að útiloka að blátt plast hafi borist í það við framleiðslu á Íslandi. Hið sama var uppi á teningnum í síðustu viku þegar Nói Síríus innkallaði þrjár tegundir af súkkulaði hér á landi. Um var að ræða tvær stærðir af hreinu Síríus Rjómasúkkulaði og eina stærð af Síríus Suðusúkkulaði. „Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð. Tekið skal fram að umræddur vélbúnaður hefur verið lagfærður og því um einangrað tilvik að ræða,“ sagði í tilkynningu Nóa Síríusar á föstudag.
Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13