Þrír góðir dagar á undan næstu lægð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 22:37 Þessi mynd var tekin á höfuðborgarsvæðinni í lægðinni sem gekk yfir í síðustu viku. Vísir/vilhelm Enn ein lægðin gengur nú yfir landið og ekki er búist við að lægi fyrr en á morgun. Þá er von á hæglætisveðri næstu daga en önnur lægð er þó í kortunum á sunnudag. Enn er hættu- og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu og búist er við því að fjöldi flóða hafi fallið til viðbótar við þau sem þegar hafa verið staðfest. Viðvaranir úr gildi strax í nótt Vegum hefur víða verið lokað eða þeir ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Þannig var Skutulsfjarðarbraut lokað klukkan 10 í kvöld og veginum um Eyrarhlíð var einnig lokað. Athugað verður með opnun beggja vega í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært á sunnanverðu Snæfellsnesi, Svínadal og Laxárdalsheiði auk þess sem vegurinn um Holtavörðuheiði er enn lokaður. Sjá einnig: Hnífsdalsvegur lokaður vegna snjóflóðs Appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Breiðafirði er enn í gildi og gul viðvörun annars staðar á landinu nema á Suðurlandi og Austfjörðum. Veðrið mun ekki ganga alveg niður fyrr en eftir hádegi á morgun miðað við spár, þó að viðvaranir byrji að falla úr gildi strax í nótt. „Það er jafn vindur upp í 20-28 metra á sekúndu á sunnanverðu Snæfellsnesinu til dæmis, og svipað víða á Vestfjörðum. Það er alveg mjög hvasst í þessum appelsínugulu [viðvörunum] en ekki jafnt hvasst í þeim gulu,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi snemma á ellefta tímanum í kvöld. Þá detti í hæglætisveður víðast hvar á landinu, með stöku éljum, seinni partinn á morgun og annað kvöld. Nokkur bið ætti að vera eftir næstu lægð, í það minnsta miðað við nær stöðugan lægðagang síðustu daga. „Það ætti núna að verða fremur gott vetrarveður fimmtudag, föstudag og laugardag, hægur vindur og stöku él, frost víðast hvar. Við fáum þarna allavega þrjá góða daga, en svo stefnir í næstu lægð á sunnudaginn.“ Trausti Jóhannesson, snjóflóðasérfræðingur.Vísir/sigurjón Bíða forvitin eftir því að kanna varnargarðana Hættustig er enn í gildi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Iðnaðarhúsnæði þar var rýmt í gær og gátu starfsmenn þar ekki sótt vinnu. Þá var íbúum á einum sveitabæ í Bolungarvík ráðlagt að dvelja á öruggari stað meðan ástandið varir. Snjóflóð féll síðdegis á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Lítilli hópferðabifreið var ekið í jaðar flóðsins en engin slys urðu á fólki. Þá er einnig töluverð snjóflóðahætta á Austfjörðum. Trausti Jóhannesson snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vænta mætti úrkomubakka í nótt og þá gæti úrkoma aukist um tíma, einkum á Vestfjörðum. Fregnir höfðu borist af a.m.k. þremur snjóflóðum á Vestfjörðum í dag, þar af einu í lón Reiðhjallavirkjunar. Þá hafi ekki verið gert ráð fyrir frekari rýmingu og staðan hafði ekki breyst nú á ellefta tímanum. „En við eigum von á því að það séu miklu fleiri flóð sem fallið hafa á veginn og í grennd við byggðina og bíðum svolítið forvitin eftir því að vita hvort einhver flóðanna hafi fallið á varnargarðanna á Flateyri eða önnur varnarmannvirki sem hafa verið byggð,“ sagði Trausti. Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. 14. janúar 2020 13:08 Sjá ekki fram á að opna vegi fyrir umferð fyrr en á morgun Enn geisar norðaustan stormur á Vestfjörðum með skafrenningi og éljagangi. 14. janúar 2020 14:58 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
Enn ein lægðin gengur nú yfir landið og ekki er búist við að lægi fyrr en á morgun. Þá er von á hæglætisveðri næstu daga en önnur lægð er þó í kortunum á sunnudag. Enn er hættu- og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu og búist er við því að fjöldi flóða hafi fallið til viðbótar við þau sem þegar hafa verið staðfest. Viðvaranir úr gildi strax í nótt Vegum hefur víða verið lokað eða þeir ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Þannig var Skutulsfjarðarbraut lokað klukkan 10 í kvöld og veginum um Eyrarhlíð var einnig lokað. Athugað verður með opnun beggja vega í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Þá er ófært á sunnanverðu Snæfellsnesi, Svínadal og Laxárdalsheiði auk þess sem vegurinn um Holtavörðuheiði er enn lokaður. Sjá einnig: Hnífsdalsvegur lokaður vegna snjóflóðs Appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Breiðafirði er enn í gildi og gul viðvörun annars staðar á landinu nema á Suðurlandi og Austfjörðum. Veðrið mun ekki ganga alveg niður fyrr en eftir hádegi á morgun miðað við spár, þó að viðvaranir byrji að falla úr gildi strax í nótt. „Það er jafn vindur upp í 20-28 metra á sekúndu á sunnanverðu Snæfellsnesinu til dæmis, og svipað víða á Vestfjörðum. Það er alveg mjög hvasst í þessum appelsínugulu [viðvörunum] en ekki jafnt hvasst í þeim gulu,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi snemma á ellefta tímanum í kvöld. Þá detti í hæglætisveður víðast hvar á landinu, með stöku éljum, seinni partinn á morgun og annað kvöld. Nokkur bið ætti að vera eftir næstu lægð, í það minnsta miðað við nær stöðugan lægðagang síðustu daga. „Það ætti núna að verða fremur gott vetrarveður fimmtudag, föstudag og laugardag, hægur vindur og stöku él, frost víðast hvar. Við fáum þarna allavega þrjá góða daga, en svo stefnir í næstu lægð á sunnudaginn.“ Trausti Jóhannesson, snjóflóðasérfræðingur.Vísir/sigurjón Bíða forvitin eftir því að kanna varnargarðana Hættustig er enn í gildi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Iðnaðarhúsnæði þar var rýmt í gær og gátu starfsmenn þar ekki sótt vinnu. Þá var íbúum á einum sveitabæ í Bolungarvík ráðlagt að dvelja á öruggari stað meðan ástandið varir. Snjóflóð féll síðdegis á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Lítilli hópferðabifreið var ekið í jaðar flóðsins en engin slys urðu á fólki. Þá er einnig töluverð snjóflóðahætta á Austfjörðum. Trausti Jóhannesson snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vænta mætti úrkomubakka í nótt og þá gæti úrkoma aukist um tíma, einkum á Vestfjörðum. Fregnir höfðu borist af a.m.k. þremur snjóflóðum á Vestfjörðum í dag, þar af einu í lón Reiðhjallavirkjunar. Þá hafi ekki verið gert ráð fyrir frekari rýmingu og staðan hafði ekki breyst nú á ellefta tímanum. „En við eigum von á því að það séu miklu fleiri flóð sem fallið hafa á veginn og í grennd við byggðina og bíðum svolítið forvitin eftir því að vita hvort einhver flóðanna hafi fallið á varnargarðanna á Flateyri eða önnur varnarmannvirki sem hafa verið byggð,“ sagði Trausti.
Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. 14. janúar 2020 13:08 Sjá ekki fram á að opna vegi fyrir umferð fyrr en á morgun Enn geisar norðaustan stormur á Vestfjörðum með skafrenningi og éljagangi. 14. janúar 2020 14:58 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49
Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. 14. janúar 2020 13:08
Sjá ekki fram á að opna vegi fyrir umferð fyrr en á morgun Enn geisar norðaustan stormur á Vestfjörðum með skafrenningi og éljagangi. 14. janúar 2020 14:58