„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 01:09 Frá Flateyri í kvöld. Mynd/Aðsend. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
„Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Svona lýsir Steinunn Guðný Einarsdóttir íbúi á Flateyri því hvernig sjónin var út um gluggann á heimili hennar í kvöld eftir að seinna snjóflóðið af tveimur féll við Flateyri.Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir kallaðar út. Annað snjóflóðið féll að hluta á hús í jaðri bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru þrír í húsinu þegar flóðið féll en þeim hefur öllum verið komið út, óhultum. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þurfti að grafa unglingsstúlku út úr húsinu en enginn var alvarlegra slasaður. Hélt að eiginmaðurinn hefði keyrt á bílskúrshurðina Fyrra snjóflóðið við Flateyri féll um klukkan ellefu í kvöld og segir Steinunn Guðný að maður hennar hafi heyrt drunur þegar það féll. Því næst fengu þau tilkynningu um að brunavarnarkerfið í bát þeirra í höfninni á Flateyri hafi farið í gang. Svo virðist sem að snjóflóðið hafi fallið á og í höfnina og brunaði eiginmaður hennar því niður að höfninni. „Svo var ég búinn að heyra í honum að það væru allir bátar farnir úr höfninni. Báturinn okkar og allt sem fyrir því varð skilst mér,“ segir Steinunn en samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóranum á Ísafirði er ljóst að mikið tjón varð á höfninni. Skömmu seinna kom féll svo seinna snjóflóðið. Steinunn og fjölskylda hennar búa í efstu götunni á Flateyri. „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur. Ég hélt að maðurinn minn hefði keyrt á bílskúrshurðina,“ segir Steinunn Guðný. „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn,“ segir Steinunn Guðný. Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju.Aðsend Varðskip á leiðinni með björgunarsveitarmenn Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Eftir að seinna snjóflóðið féll segist Steinunn Guðný hafa fært sig um set neðar á eyrina, í hús foreldra hennar. „Það er allir á fullu hér.“ Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um slys á fólki en eins og staðan er núna er ekki talið að neinn hafi slasast alvarlega. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. 14. janúar 2020 23:55
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59