Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 07:23 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur. Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur.
Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45