Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 07:23 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur. Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. Til stendur að opna fjöldahjálparstöð enda ljóst að þörf er fyrir sálræna aðstoð að mati almannavarna. Stúlkan hafði verið sofandi í herberginu sínu þegar snjóflóðið féll og fylltist herbergið hennar af snjó. Grafa þurfti stúlkuna út úr húsinu en hún slasaðist ekki alvarlega. Móður stúlkunnar lýsti því í færslu á Facebook að dóttir hennar hafi lent undir flóðinu en aðrir í húsinu sloppið. Björgunarsveitin hafi komið fljótt á svæðið og grafið stúlkuna upp. Hún sé heil á húfi, tali og hreyfi allt eðlilega. Stúlkan var flutt með varðskipinu Þór til Ísafjarðar, þangað sem hún var ekki enn komin á sjöunda tímanum þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari Björgvinssyni, deildarstjóra almannavarna, klukkan sjö. Neyðarstig Opna á fjöldahjálparstöð og hyggst Rauði krossinn veita áfallahjálp á Flateyri. „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna,“ eins og segir í stöðuskýrslu almannavarna um snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í nótt. Bæjarstjóri Ísafjarðar tók í svipaðan streng í nótt. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna flóðanna, en þrjú snjóflóð féllu á skömmum tíma á tólfta tímanum. „Tvö féllu á og við Flateyri, annað utan við leiðigarða og yfir þá og lenti á húsi þar sem fjórir voru inni. Stúlka grófst í flóðinu og var henni bjargað, aðrir komust út af sjáfsdáðum. Hitt flóðið féll innan við leiðigarðana og alla leið ofan í höfnina þar sem bátar slitnuðu frá og nokkrir sukku. Þá féll enn eitt flóðið úr norðanverðum Súgandafirði niður á Norðureyri og fram í sjó. Við það myndaðist flóðbylgja sem skall á höfninni og fjörunni á Suðureyri þar sem bátar slitnuðu frá og sjór flaut um næstu götur,“ eins og því er lýst í stöðuskýrslunni. Tjón liggur ekki fyrir en erfitt er að meta umfang þess vegna veðurs og myrkurs að sögn Hjálmars. Í birtingu verður staðan á svæðinu tekin; snjóflóðahætta metin og hvort tilefni sé til að hleypa umferð aftur um vegina á Vestfjörðum. Þeir eru ýmist lokaðir eða ófærir vegna veðurofsans, en þar er í gildi appelsínugul veðurviðvörun sem stendur.
Hjálparstarf Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. 15. janúar 2020 04:28
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45