Leikurinn við Ungverja mikilvægari en við Dani Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2020 15:54 Aron Pálmarsson, stjarna íslenska liðsins sem mætir Ungverjum í afar mikilvægum leik nú á eftir. Getty/y TF-Images Hvernig við komumst á Ólympíuleikana. Það er saga að segja frá. Hvernig valið er inn í handboltakeppni Ólympíuleikanna er svolítið flókið, segir Gunnar Smári Egilsson blaðamaður en hann er sérfræðingur í að rýna í ýmis kerfi og stærðfræðiformúlur. Hann veltir þessu fyrir sér í pistli sem hann birti á Facebook og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta. Í athugasemdakerfi er fullyrt að ekki séu nema þrír núlifandi Íslendingar sem þekkja þessar reglur til hlítar. Sem hlýtur að teljast nærri lagi. Hér er farið yfir það hvað þarf að gerast til að við komumst á Ólympíuleikana, upplagt til að brjóta heila um áður en leikurinn við Ungverja hefst. En, jafnframt er vert að vara við, þetta er flókið. En, gefum Gunnari Smára orðið: Tvö sæti laus „Eins og ég skil þetta fara nokkur lið beint: Gestgjafar Japana, heimsmeistarar Dana og svo álfumeistara; Bahrain frá Asíu, Argentína frá Ameríku og svo sigurvegarar Evrópumótsins og Afríkumótsins, sem byrjar á morgun. Þetta eru sex lið, þar af fjögur klár: Japan, Danmörk, Bahrain og Argentína. Tvo sæti laus. Ef Ísland ætlar að fara þessa leið verður það að verða Evrópumeistari eða tapa fyrir Dönum í úrslitaleik. Gunnar Smári hefur pælt sig í gegnum hina og þessa möguleika með það fyrir augum að koma Íslandi á Ólympíuleikana í handbolta. Við þetta bætast síðan sex lið úr umspilsmóti sem háð verður í apríl. Þangað fara tólf lið og hafa átta þegar unnið sér rétt vegna frammistöðu á heimsmeistaramóti eða álfukeppni: Noregur, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Króatía og Spánn komust frá HM og Chile og Suður-Kórea frá álfukeppnum. Út af standa tvö sæti úr Afríkukeppninni og tvo frá Evrópukeppninni. Áttunda sæti miði með fyrirvörum þó Til að komast í þetta umspil má Ísland ekki missa meira en eitt lið, sem ekki hefur unnið sér sæti í umspilinu eða beint á Ólympíuleikana, upp fyrir sig. Þá er að skoða hvaða lið eru komin í milliriðla, sem hafa unnið sér þátttökurétt í umspilskeppninni. Í öðrum riðlinum eru Króatía, Spánn og Þýskalands með umspilsrétt en Austurríki, Tékkland og Hvíta-Rússland ekki. Í hinum er Noregur og Svíþjóð með rétt og svo Danir ef Íslendingar vinna Ungverja. Án umspilsréttar eru Slóvenar, Íslendingar, Portúgalar og Ungverjar, ef þeir vinna Íslendinga á eftir. Íslensku strákarnir fagna sigri á móti Dönum.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Ísland kæmist áfram ef það yrði í áttunda sæti á Evrópumótinu, að því gefnu að Króatía, Spánn, Þýskaland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk yrðu öll fyrir ofan okkur. Við kæmust ekki í umspil þótt við lentum í þriðja sæti, ef ekkert af þessum liðum færi í úrslitaleikinn. Þetta er því allt mjög afstætt, það er frekar staða Íslands gagnvart þessum liðum sem ræður en hvaða sæti Íslandi endar í. Eina leiðin til að vera viss er að komast í úrslitaleikinn á Evrópumótinu. Vont að Frakkar skyldu detta út En á þessu stigi er betra fyrir Ísland að hafa sem flestar þjóðir með sem hafa unnið sér rétt til umspils eða þátttöku á Ólympíuleikunum. Það var í raun vont fyrir okkur að Frakkar skyldu detta út og það væri vont ef Danir féllu líka úr keppni. Við erum nefnilega innan keppninnar í annarri keppni við þau liða sem ekki hafa unnið sér sæti í umspilinu. Sú keppni gengur út á að vera nr. 1 eða 2 meðal þessara þjóða (megum bara missa eitt af hinum liðunum upp fyrir okkur): Austurríki Hvíta-Rússland Ísland Portúgal Slóvenía Tékkland Ungverjaland (ef við töpum á eftir) Guðmundur Guðmundsson þjálfari er þjóðhetja á Íslandi eftir leikinn gegn Dönum en hann á harma að hefna. Nú reiða Danir sig á hann til að komast áfram í umspil.EPA/GEORGI LICOVSKI Keppni innan keppninnar Leikurinn á eftir er hluti af þessari keppni innan keppninnar. En svo er hann líka í raun fyrsti leikur Íslands í milliriðlum, því ef Ísland vinnur tekur það 2 stig með sér inn í milliriðil en ef Ísland tapar fer það stigalaust í milliriðil. Ef það verður jafnt fer það með eitt stig, eins og Ungverjar. Við höfum því nokkurn hag af því að Danir fari áfram en enn meiri hag af því að Ungverjar fari ekki áfram, til að losna við þá og til að taka með 2 stig yfir í milliriðil. Í milliriðli mætum við Norðmönnum, Svíum, Portúgölum og Slóvenum og þurfum líklega að vinna þrjá af þessum leikjum til að komast í undanúrslit, mögulega sleppum við með tvo sigra og eitt jafntefli ef hin liðin tæta stig hvert af öðru. Það er vel mögulegt. Alveg eins og það er vel mögulegt að það takist ekki.“ Svo mörg voru þau orð og ágætt að velta fyrir sér möguleikum nú þegar klukkutími í leik, takk fyrir. Áfram Ísland. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ungverjar hafa tvisvar kramið handboltahjörtu Íslendinga Heimsmeistaramótið í Kumamoto 1997 og Ólympíuleikarnir í London 2012 eiga eitt sameiginlegt en á báðum þessum mótum tapaði íslenska liðið aðeins einum leik og sá leikur var á móti Ungverjum. 15. janúar 2020 14:30 15. janúar í stórmótasögu Íslands: Strákarnir hafa ekki tapað á þessum degi Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur fjórum sinnum áður spilað leik í stórmóti 15. janúar, þrisvar á heimsmeistaramóti og einu sinni á Evrópumóti. 15. janúar 2020 16:00 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Hvernig við komumst á Ólympíuleikana. Það er saga að segja frá. Hvernig valið er inn í handboltakeppni Ólympíuleikanna er svolítið flókið, segir Gunnar Smári Egilsson blaðamaður en hann er sérfræðingur í að rýna í ýmis kerfi og stærðfræðiformúlur. Hann veltir þessu fyrir sér í pistli sem hann birti á Facebook og gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta. Í athugasemdakerfi er fullyrt að ekki séu nema þrír núlifandi Íslendingar sem þekkja þessar reglur til hlítar. Sem hlýtur að teljast nærri lagi. Hér er farið yfir það hvað þarf að gerast til að við komumst á Ólympíuleikana, upplagt til að brjóta heila um áður en leikurinn við Ungverja hefst. En, jafnframt er vert að vara við, þetta er flókið. En, gefum Gunnari Smára orðið: Tvö sæti laus „Eins og ég skil þetta fara nokkur lið beint: Gestgjafar Japana, heimsmeistarar Dana og svo álfumeistara; Bahrain frá Asíu, Argentína frá Ameríku og svo sigurvegarar Evrópumótsins og Afríkumótsins, sem byrjar á morgun. Þetta eru sex lið, þar af fjögur klár: Japan, Danmörk, Bahrain og Argentína. Tvo sæti laus. Ef Ísland ætlar að fara þessa leið verður það að verða Evrópumeistari eða tapa fyrir Dönum í úrslitaleik. Gunnar Smári hefur pælt sig í gegnum hina og þessa möguleika með það fyrir augum að koma Íslandi á Ólympíuleikana í handbolta. Við þetta bætast síðan sex lið úr umspilsmóti sem háð verður í apríl. Þangað fara tólf lið og hafa átta þegar unnið sér rétt vegna frammistöðu á heimsmeistaramóti eða álfukeppni: Noregur, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Króatía og Spánn komust frá HM og Chile og Suður-Kórea frá álfukeppnum. Út af standa tvö sæti úr Afríkukeppninni og tvo frá Evrópukeppninni. Áttunda sæti miði með fyrirvörum þó Til að komast í þetta umspil má Ísland ekki missa meira en eitt lið, sem ekki hefur unnið sér sæti í umspilinu eða beint á Ólympíuleikana, upp fyrir sig. Þá er að skoða hvaða lið eru komin í milliriðla, sem hafa unnið sér þátttökurétt í umspilskeppninni. Í öðrum riðlinum eru Króatía, Spánn og Þýskalands með umspilsrétt en Austurríki, Tékkland og Hvíta-Rússland ekki. Í hinum er Noregur og Svíþjóð með rétt og svo Danir ef Íslendingar vinna Ungverja. Án umspilsréttar eru Slóvenar, Íslendingar, Portúgalar og Ungverjar, ef þeir vinna Íslendinga á eftir. Íslensku strákarnir fagna sigri á móti Dönum.EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Ísland kæmist áfram ef það yrði í áttunda sæti á Evrópumótinu, að því gefnu að Króatía, Spánn, Þýskaland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk yrðu öll fyrir ofan okkur. Við kæmust ekki í umspil þótt við lentum í þriðja sæti, ef ekkert af þessum liðum færi í úrslitaleikinn. Þetta er því allt mjög afstætt, það er frekar staða Íslands gagnvart þessum liðum sem ræður en hvaða sæti Íslandi endar í. Eina leiðin til að vera viss er að komast í úrslitaleikinn á Evrópumótinu. Vont að Frakkar skyldu detta út En á þessu stigi er betra fyrir Ísland að hafa sem flestar þjóðir með sem hafa unnið sér rétt til umspils eða þátttöku á Ólympíuleikunum. Það var í raun vont fyrir okkur að Frakkar skyldu detta út og það væri vont ef Danir féllu líka úr keppni. Við erum nefnilega innan keppninnar í annarri keppni við þau liða sem ekki hafa unnið sér sæti í umspilinu. Sú keppni gengur út á að vera nr. 1 eða 2 meðal þessara þjóða (megum bara missa eitt af hinum liðunum upp fyrir okkur): Austurríki Hvíta-Rússland Ísland Portúgal Slóvenía Tékkland Ungverjaland (ef við töpum á eftir) Guðmundur Guðmundsson þjálfari er þjóðhetja á Íslandi eftir leikinn gegn Dönum en hann á harma að hefna. Nú reiða Danir sig á hann til að komast áfram í umspil.EPA/GEORGI LICOVSKI Keppni innan keppninnar Leikurinn á eftir er hluti af þessari keppni innan keppninnar. En svo er hann líka í raun fyrsti leikur Íslands í milliriðlum, því ef Ísland vinnur tekur það 2 stig með sér inn í milliriðil en ef Ísland tapar fer það stigalaust í milliriðil. Ef það verður jafnt fer það með eitt stig, eins og Ungverjar. Við höfum því nokkurn hag af því að Danir fari áfram en enn meiri hag af því að Ungverjar fari ekki áfram, til að losna við þá og til að taka með 2 stig yfir í milliriðil. Í milliriðli mætum við Norðmönnum, Svíum, Portúgölum og Slóvenum og þurfum líklega að vinna þrjá af þessum leikjum til að komast í undanúrslit, mögulega sleppum við með tvo sigra og eitt jafntefli ef hin liðin tæta stig hvert af öðru. Það er vel mögulegt. Alveg eins og það er vel mögulegt að það takist ekki.“ Svo mörg voru þau orð og ágætt að velta fyrir sér möguleikum nú þegar klukkutími í leik, takk fyrir. Áfram Ísland.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Ungverjar hafa tvisvar kramið handboltahjörtu Íslendinga Heimsmeistaramótið í Kumamoto 1997 og Ólympíuleikarnir í London 2012 eiga eitt sameiginlegt en á báðum þessum mótum tapaði íslenska liðið aðeins einum leik og sá leikur var á móti Ungverjum. 15. janúar 2020 14:30 15. janúar í stórmótasögu Íslands: Strákarnir hafa ekki tapað á þessum degi Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur fjórum sinnum áður spilað leik í stórmóti 15. janúar, þrisvar á heimsmeistaramóti og einu sinni á Evrópumóti. 15. janúar 2020 16:00 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Ungverjar hafa tvisvar kramið handboltahjörtu Íslendinga Heimsmeistaramótið í Kumamoto 1997 og Ólympíuleikarnir í London 2012 eiga eitt sameiginlegt en á báðum þessum mótum tapaði íslenska liðið aðeins einum leik og sá leikur var á móti Ungverjum. 15. janúar 2020 14:30
15. janúar í stórmótasögu Íslands: Strákarnir hafa ekki tapað á þessum degi Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur fjórum sinnum áður spilað leik í stórmóti 15. janúar, þrisvar á heimsmeistaramóti og einu sinni á Evrópumóti. 15. janúar 2020 16:00
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti