Hætt'essu bara Friðrik Agni Árnason skrifar 16. janúar 2020 08:00 Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er sagt að maður skuli bera virðingu fyrir þeim sem eldri eru. Ég man sem unglingur að hafa dregið það oft í efa. Sérstaklega þegar mér fannst eldra fólk einstaklega dónalegt og dómhart þá skyldi ég ekki alveg af hverju það fólk ætti frekar virðingu mína skilið en einhver annar. Á maður bara að bera virðingu fyrir aldri fólks? Ég trúði og trúi því enn að virðing verði að vera gagnkvæm. Ég virði þig og þú virðir mig, skilyrðislaust. Stundum er samt augljóst þegar einhver hreinlega veit betur því hann/hún hefur lifað tímana tvenna. Góðar ömmur eru gott dæmi. Ég treysti ömmum. Ég þekki ömmu sem algerlega að henni óaðvitandi hefur dreift lífsleikni sinni víða út af mér. Því ég tala svo mikið við vini mína. Og með þessum skrifum hugsanlega enn víðar. Kvíði, kulnun og þunglyndi hrjáir okkar nútímasamfélag og ráðin liggja á hverju strái. Jákvæð sálfræði, Oprah, núvitund og hugleiðsla hefur t.a.m. sennilega aldrei verið meira stunduð en nú til að vinna á þessum andlegu meinum. Góða og lifaða amman getur ómögulega skilið af hverju það er verið að hafa svona miklar áhyggjur af öllu alltaf hreint. HVERJU ÞARFT ÞÚ AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF? Það er til mun auðveldari leið en að lesa bók um nýaldarheimspeki eða hlusta á endalaus hlaðvörp um hvernig þú verður besta útgáfan af sjálfum/ri þér. Við öllum þessum áhyggjum segir krullu amma: HÆTT´ESSU BARA, JÁ BARA STEIN HÆTT´ESSU. Þar höfum við lausnina kæru samlandar. Þótt ótrúlegt sé að þá virka þessi ömmu orð samt eins og svona kjaftshögg. Þegar niðurrifið sækir á hugann og neikvæðu raddirnar eru að ná yfirtökum þá getur amman bankað upp á og hellt þessum viskubrunni yfir þig. Það fyndna er er að ég veit að fólk í kringum mig hefur í alvörunni tekið ömmuna á sig þegar illa stendur á í huga þeirra. OG ÞAÐ VIRKAR. Það sem þessi ákveðnu, reiðu orð ömmunnar gera er nefnilega að færa mann út fyrir kollinn aðeins og spyrja sjálfan sig af hverju maður sé að hafa svona miklar áhyggjur, svona án gríns. Amman hleypir líka smá húmor inn í erfiða stund. Hún bara skilur ekkert í þér að vera í þessu volæði alltaf hreint. Hún hefur nú lifað í gegnum stríðsraunir og er bara að slaka á og prjóna en ekki velta sér upp úr; hvað ef hún hefði eða hvað ef hún ætti. Hættum´essu bara. Hættum að dæma okkur. Hættum að dæma aðra. Hættum að hafa áhyggjur af fortíðinni og framtíðinni þegar allt sem við höfum er þessi andardráttur. Já bara STEINHÆTTUM´ESSU.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar