Enga loðnu að sjá við Hvalbak, leitarskip stefna á Langanes Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2020 14:29 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn á Norðfirði í hádeginu í dag en þangað kom skipið í gærmorgun. Mynd/Smári Geirsson. Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á, en spáð er norðvestanstormi á Austfjarðamiðum síðdegis á morgun, föstudag, og fram á laugardag. Sjá einnig: Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Þrjú skip hófu leitina í gærkvöldi undan sunnanverðum Austfjörðum; veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq GR. Þau fóru fyrst á hafsvæðin austur og suðaustur af Hvalbak og hafa síðan verið að leita á Litladjúpi og á Rauðatorginu. Þar hefur engin loðna sést, að sögn Birkis Bárðarsonar leiðangursstjóra. „Loðna virðist ekki komin þangað suðureftir,“ sagði Birkir laust eftir hádegi í dag, staddur um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á leið út Norðfjarðarflóa. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Árni Friðriksson og Hákon EA stefna á Langanes. Þessi tvö skip munu fyrsta leita út af norðausturhorninu og byrja væntanlega á Rifsbanka. Árni Friðriksson mun síðan fikra sig suður með Austfjörðum á móti hinum þremur skipunum en áformað er að Hákon leiti síðan vestur með Norðurlandi og áleiðis til Vestfjarða, að sögn Birkis. Brottför Árna Friðrikssonar tafðist úr Neskaupstað þar sem hann fékk tóg í hliðarskrúfu og komst hann ekki af stað fyrr en um eittleytið í dag. Af þeim sökum hefur brottför Hákons einnig tafist en farið var í það að kvarða bergmálsmæli hans eftir að kvörðun lauk hjá Árna Friðrikssyni, en með því eru mælar skipanna samræmdir. Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni, vonaðist þó til að þeir kæmust af stað fyrir klukkan fjögur í dag. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á, en spáð er norðvestanstormi á Austfjarðamiðum síðdegis á morgun, föstudag, og fram á laugardag. Sjá einnig: Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Þrjú skip hófu leitina í gærkvöldi undan sunnanverðum Austfjörðum; veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq GR. Þau fóru fyrst á hafsvæðin austur og suðaustur af Hvalbak og hafa síðan verið að leita á Litladjúpi og á Rauðatorginu. Þar hefur engin loðna sést, að sögn Birkis Bárðarsonar leiðangursstjóra. „Loðna virðist ekki komin þangað suðureftir,“ sagði Birkir laust eftir hádegi í dag, staddur um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á leið út Norðfjarðarflóa. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Árni Friðriksson og Hákon EA stefna á Langanes. Þessi tvö skip munu fyrsta leita út af norðausturhorninu og byrja væntanlega á Rifsbanka. Árni Friðriksson mun síðan fikra sig suður með Austfjörðum á móti hinum þremur skipunum en áformað er að Hákon leiti síðan vestur með Norðurlandi og áleiðis til Vestfjarða, að sögn Birkis. Brottför Árna Friðrikssonar tafðist úr Neskaupstað þar sem hann fékk tóg í hliðarskrúfu og komst hann ekki af stað fyrr en um eittleytið í dag. Af þeim sökum hefur brottför Hákons einnig tafist en farið var í það að kvarða bergmálsmæli hans eftir að kvörðun lauk hjá Árna Friðrikssyni, en með því eru mælar skipanna samræmdir. Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni, vonaðist þó til að þeir kæmust af stað fyrir klukkan fjögur í dag.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00