Handbolti

Elvar Örn: Finnst ég eiga mikið inni í sókninni

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Elvar Örn Jónsson.
Elvar Örn Jónsson.

Miðjumaðurinn og varnarbuffið Elvar Örn Jónsson viðurkenndi að hafa sofnað seint eftir leikinn gegn Ungverjum.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi en nú er það bara næsti leikur,“ sagði Selfyssingurinn yfirvegaður.

Elvar Örn er mjög ánægður með varnarleikinn hjá sér þar sem hann hefur náð virkilega vel saman við Ými Örn Gíslason. Hann er þó svekktur að hafa ekki náð sér betur í gang í sókninni.

„Mér líður eins og ég eigi mikið inni sóknarlega. Vera grimmari og taka mín skot. Það er mikill fókus varnarlega og núna þarf ég að keyra mig í gang í sókninni,“ sagði Elvar Örn sem er heill heilsu og klár í Slóvenana á eftir.

„Þetta er gríðarlega gott lið sem spilar flottan handbolta. Eru ekkert ósvipaðir Ungverjum samt að mörgu leyti. Þeir eru með geggjaða útilínu. Frábært lið með frábæran þjálfara.“

Klippa: Elvar Örn ánægður með vörnina en ekki sóknina

Tengdar fréttir

Gummi: Það er enginn beygur í okkur

Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki gleyma því að Íslandi hafi spilað fimm góða hálfleiki á EM í handbolta til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×