Æðsti leiðtoginn leiðir bænir Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:52 Ayatollah Khameini ávarpar fjölda árið 2015. Getty/Anadolu Agency Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khameini, mun leiða föstudagsbænir í höfuðborginni Teheran í dag, í fyrsta skipti í átta ár. Almenningur í landinu hefur haft uppi hávær mótmæli eftir að herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert árásir á bandaríska herstöð í Írak í síðustu viku. Fyrir mistök var talið að þar væri á ferð bandarísk sprengjuflugvél eða flugskeyti og því var vélinni grandað. 176 fórust um borð í þotunni. Íranir hafa jafnframt mótmælt bágu efnahagsástandi í landinu en Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á ríkið síðustu misserin, eftir að stjórnvöld í Washington sögðu sig frá kjarnorkusamningum svokallaða. Forseti Írans, Hassan Rouhani, sagði á miðvikudag að mikilvægt sé að Íranir standi saman á þessum erfiðu tímum. Hann kallaði aukinheldur eftir skýrum svörum frá Íransher um slysaskotið sem stjórnmálaskýrendum þykir tíðindum sæta. Óalgengt sé að æðstu embættismenn Írans gagnrýni störf hvers annars. Síðast þegar Khameini leiddi föstudagsbænir var árið 2012, til að minnast þess að 33 ár voru þá liðin frá byltingunni í landinu þegar klerkastjórnin tók yfir. Íran Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02 Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khameini, mun leiða föstudagsbænir í höfuðborginni Teheran í dag, í fyrsta skipti í átta ár. Almenningur í landinu hefur haft uppi hávær mótmæli eftir að herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert árásir á bandaríska herstöð í Írak í síðustu viku. Fyrir mistök var talið að þar væri á ferð bandarísk sprengjuflugvél eða flugskeyti og því var vélinni grandað. 176 fórust um borð í þotunni. Íranir hafa jafnframt mótmælt bágu efnahagsástandi í landinu en Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á ríkið síðustu misserin, eftir að stjórnvöld í Washington sögðu sig frá kjarnorkusamningum svokallaða. Forseti Írans, Hassan Rouhani, sagði á miðvikudag að mikilvægt sé að Íranir standi saman á þessum erfiðu tímum. Hann kallaði aukinheldur eftir skýrum svörum frá Íransher um slysaskotið sem stjórnmálaskýrendum þykir tíðindum sæta. Óalgengt sé að æðstu embættismenn Írans gagnrýni störf hvers annars. Síðast þegar Khameini leiddi föstudagsbænir var árið 2012, til að minnast þess að 33 ár voru þá liðin frá byltingunni í landinu þegar klerkastjórnin tók yfir.
Íran Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02 Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03
Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02
Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32