Æðsti leiðtoginn leiðir bænir Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:52 Ayatollah Khameini ávarpar fjölda árið 2015. Getty/Anadolu Agency Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khameini, mun leiða föstudagsbænir í höfuðborginni Teheran í dag, í fyrsta skipti í átta ár. Almenningur í landinu hefur haft uppi hávær mótmæli eftir að herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert árásir á bandaríska herstöð í Írak í síðustu viku. Fyrir mistök var talið að þar væri á ferð bandarísk sprengjuflugvél eða flugskeyti og því var vélinni grandað. 176 fórust um borð í þotunni. Íranir hafa jafnframt mótmælt bágu efnahagsástandi í landinu en Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á ríkið síðustu misserin, eftir að stjórnvöld í Washington sögðu sig frá kjarnorkusamningum svokallaða. Forseti Írans, Hassan Rouhani, sagði á miðvikudag að mikilvægt sé að Íranir standi saman á þessum erfiðu tímum. Hann kallaði aukinheldur eftir skýrum svörum frá Íransher um slysaskotið sem stjórnmálaskýrendum þykir tíðindum sæta. Óalgengt sé að æðstu embættismenn Írans gagnrýni störf hvers annars. Síðast þegar Khameini leiddi föstudagsbænir var árið 2012, til að minnast þess að 33 ár voru þá liðin frá byltingunni í landinu þegar klerkastjórnin tók yfir. Íran Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02 Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khameini, mun leiða föstudagsbænir í höfuðborginni Teheran í dag, í fyrsta skipti í átta ár. Almenningur í landinu hefur haft uppi hávær mótmæli eftir að herinn skaut niður úkraínska farþegaþotu nokkrum klukkustundum eftir að Íranir höfðu gert árásir á bandaríska herstöð í Írak í síðustu viku. Fyrir mistök var talið að þar væri á ferð bandarísk sprengjuflugvél eða flugskeyti og því var vélinni grandað. 176 fórust um borð í þotunni. Íranir hafa jafnframt mótmælt bágu efnahagsástandi í landinu en Bandaríkin hafa sett viðskiptabann á ríkið síðustu misserin, eftir að stjórnvöld í Washington sögðu sig frá kjarnorkusamningum svokallaða. Forseti Írans, Hassan Rouhani, sagði á miðvikudag að mikilvægt sé að Íranir standi saman á þessum erfiðu tímum. Hann kallaði aukinheldur eftir skýrum svörum frá Íransher um slysaskotið sem stjórnmálaskýrendum þykir tíðindum sæta. Óalgengt sé að æðstu embættismenn Írans gagnrýni störf hvers annars. Síðast þegar Khameini leiddi föstudagsbænir var árið 2012, til að minnast þess að 33 ár voru þá liðin frá byltingunni í landinu þegar klerkastjórnin tók yfir.
Íran Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02 Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03
Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. 15. janúar 2020 10:02
Íranar hafa ekki áhuga á nýjum „Trump-samningi“ Hassan Rouhani, forseti Íran, hafnaði í dag tillögu að nýjum samningi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir ríkisins. 15. janúar 2020 13:32