Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 73-88 | Fjórða tap Grindvíkinga í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 17. janúar 2020 22:30 vísir/bára Haukar sóttu tvö stig til Grindavíkur í 14.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Tapleikurinn er sá fjórði í röð hjá Grindavík sem sitja í 9.sæti deildarinnar en Haukar jöfnuðu Njarðvík og KR að stigum í 4.-6.sæti með sigrinum. Haukar byrjuðu af miklum krafti og komust í 13-3 og leiddu 24-14 í hálfleik. Þeir héldu forystunni í 10-15 stigum og Grindvíkingar áttu í vandræðum sóknarlega. Bandaríkjamaðurinn Jamal Olasawere er farinn heim og Grindvíkingar því fremur lágvaxnir undir körfunni. Haukar leiddu 46-35 í leikhléi en Grindvíkingar náðu áhlaupi í síðari hálfleiknum. Gestirnir lentu í villuvandræðum og Flenard Whitfield fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta og sína fjórðu villu nokkuð snemma í síðari hálfleik. Grindavík náði muninum mest niður í 3 stig og fékk tækifæri til að jafna úr góðum þriggja stiga færum en settu ekki niður skotin. Haukar náðu síðan vopnum sínum á ný. Þeir settu niður mikilvægar körfur og þegar Emil Barja setti niður stóran þrist þegar um fimm mínútur voru eftir var eins og allt loft væri úr heimamönnum. Haukar litu ekki um öxl og unnu að lokum fimmtán stiga sigur, 88-73.Af hverju unnu Haukar?Í fyrsta lagi mættu þeir mun tilbúnari til leiks en heimamenn. Þeir voru klárir strax frá upphafi og náðu forystu strax á fyrstu mínútunum sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. Haukar nýttu breidd sína í dag og gátu sótt sterka menn á bekkinn þegar þeir lentu í villuvandræðum. Grindvíkingar voru í erfiðleikum með að skora í dag. Þeir þurftu að hafa mikið fyrir öllum stigum og á köflum voru þeir fremur óskipulagðir í sókninni sem er gömul saga og ný í þeirra herbúðum. Serbneski leikstjórnandinn Miljan Rakic kom til liðs við þá í gær og á að vera sá sem stillir sóknarleikinn þeirra af. Það er eftir að sjá hvort það tekst og þá hvort það dugi til að rífa Grindvíkinga upp úr þeim öldudal sem þeir eru í.Þessir stóðu upp úr:Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur heimamanna með 23 stig en jafnframt með 8 tapaða bolta. Hann leggur of oft af stað í vegferð án þess að vita hver endapunkturinn er, driplar og missir boltann. Valdas skilaði 19 stigum en átti erfitt uppdráttar undir körfunni enda ekki margir hávaxnir að berjast með honum. Hjá Haukum dreifðist stigaskorið jafnt. Flenard Whitfield skoraði 20 stig á 20 mínútum og var öflugur þegar hann var inná. Gerald Robinson, sem hefði átt að vera í leikbanni í kvöld eins og lesa má um hér, skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Kári Jónsson steig vel upp í síðari hálfleik og setti mikilvægar körfur.Hvað gekk illa?Sóknarlega voru heimamenn í vandræðum. Þeir töpuðu mörgum boltum og fá ekki nema 5 stig af bekknum. Ólafur Ólafsson hefur verið í vandræðum í síðustu leikjum og þeir þurfa meira frá honum en þau 7 stig sem hann skilaði í kvöld ef þeir ætla sér að vinna sigra. Haukar byrjuðu af krafti en slökuðu svo fullmikið á eftir hlé. Þeir höfðu alla burði til að keyra enn frekar á Grindvíkingana en villuvandræði gerðu þeim vissulega erfitt fyrir.Áhugaverð tölfræði:Grindavík hitti aðeins úr 6 þriggja stiga skotum af þeim 32 sem þeir tóku, eða rúmlega 18% nýting. Þeir töpuðu 19 boltum og hittu í heildina 35% utan af velli. Haukar fengu 21 stig af bekknum og skoruðu 21 stig eftir sóknarfráköst, bæði mun meira en hjá heimamönnum.Hvað gerist næst?Bæði lið eiga útileik í næstu umferð. Grindvíkingar heimsækja nágranna sína í Njarðvík og stefna á að vera komnir með bandarískan leikmann undir körfuna fyrir þann leik. Þeir þurfa nauðsynlega á því að halda. Haukar eiga leik gegn Fjölni í Grafarvogi og miðað við úrslitin undanfarið er það svokallaður skyldusigur hjá Israel Martin og hans mönnum.Daníel Guðni: Við þurfum bara að fara að standa okkur beturDaníel Guðni Guðmundsson er þjálfari Grindavíkur.Vísir/DaníelDaníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur stóð í ströngu í kvöld og var vitaskuld svekktur eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun, vorum staðir í sókninni og lítið boltaflæði. Þeir komust 10 stigum yfir strax í fyrsta leikhluta sem gerði þetta erfitt fyrir okkur,“ sagði Daníel við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í þriðja leikhluta áttum við góða spretti og náðum þessu í þrjú stig. Svo settu þeir stórar körfur og við ætluðum að jafna metin í einni sókn. Það var erfitt og við misstum þetta frá okkur þá.“ Grindvíkingar voru í vandræðum sóknarlega og töpuðu mörgum boltum og virkuðu á köflum óskipulagðir. „Við áttum erfitt með að skora. Sóttum og fengum villur og náðum í þannig körfur. Við erum með nýjan leikmann í okkar röðum og við þurfum að blanda honum meira inn í þetta. Svo þurfum við að gera aðra viðbót, það er ekkert öðruvísi,“ bætti Daníel við en Grindvíkingar léku án bandarísks leikmanns í kvöld en Daníel sagðist vona að þau mál myndu skýrast í kvöld. Leikmenn og þjálfarar ræddu málin oft við dómarana í kvöld sem höfðu í nóg að snúast. „Þetta var harður leikur og örugglega erfiður að dæma. En mér fannst ekkert halla á okkur, auðvitað eru eru einhver atriði hér og þar en það er bara partur af þessu.“ Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í röð og þeir sitja sem fastast í 9.sætinu og eru í hættu á að missa af úrslitakeppninni. „Að sjálfsögðu erum við orðnir smeykir við það. Þetta er búið að vera mjög erfitt hjá okkur og það er mjög augljóst þegar við horfum á töfluna að við þurfum að fara að fá sigra. Þetta er erfið deild og við þurfum bara að fara að standa okkur betur, það er bara einfalt,“ sagði Daníel Guðni að lokum.Martin: Erum að reyna að stíga upp varnarlegaMartin er sáttur með framfarirnar sem hans menn hafa sýnt.vísir/daníelIsrael Martin þjálfari Hauka var ánægður með leik sinna manna og þær framfarir sem þeir hafa sýnt undanfarið. „Mér fannst við hafa yfirburði í dag í 34-35 mínútur og stjórnuðum leiknum, sérstaklega varnarlega. Við lögðum áherslu á að stoppa tvo hluti hjá þeim og gerðum það rétt. Í síðasta leik héldum við KR í 75 stigum og Grindavík í 73 stigum í kvöld og þetta er bætin hjá okkur,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum mjög klókir þegar þeir gerðu sitt áhlaup, þegar Sigtryggur Arnar og fleiri voru að reyna að keyra á körfuna. Sóknarlega héldum við hraðanum niðri og dreifðum boltanum vel.“ Grindvíkingar náðu ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta og komu muninum niður í 3 stig. „Við ræddum það í hálfleik að þeir myndu koma út í síðari hálfleikinn af krafti. Þeir eru með öfluga íþróttamenn sem geta hlaupið völlinn og þeir eru minni en við sem getur verið erfitt að eiga við. Þetta voru ekki nema 4-5 mínútur þar sem við höfðum ekki stjórnina en við héldum einbeitingum. Við tókum leikhlé og komum til baka.“ Haukar lentu í villuvandræðum en fengu sterkar innkomur frá mönnum af bekknum. „Við erum að reyna að stíga upp varnarlega þannig að ég get ekki kvartað yfir villunum. Dómararnir eru að vinna sína vinnu og ég vil frekar eiga í villuvandræðum en að andstæðingarnir fái auðveldar körfur. Villur eru hluti af leiknum og við þurfum að lifa við það,“ sagði Martin að lokum.Emil: Erum að verða betri og betriEmil Barja átti fínan leik fyrir Hauka í Grindavík í kvöld.vísir/bára„Þetta var erfitt og ég er ekki alveg nógu sáttur með okkar leik á köflum. Við byrjuðum mjög vel og hefðum þurft að nýta stóru strákana inni í teig ennþá meira,“ sagði Emil Barja leikmaður Hauka eftir sigurinn í Grindavík í Dominos-deildinni í kvöld. Í þriðja leikhluta gerðu Grindvíkingar atlögu að Haukunum og náðu muninum mest niður í þrjú stig auk þess að fá tvö opin skot til að jafna metin undir lok leikhlutans og í upphafi fjórða leikhluta. „Við vorum of mikið að spila eins og við ætluðum að halda forystunni í stað þess að byggja meira upp. Það er það sem ég er ekki sáttur með. Við vorum með leikinn frá byrjun og svo ætluðum við bara að halda þeim í 10-15 stigum,“ sagði Emil. Haukarnir lentu í töluverðum villuvandræðum og meðal annars var Flenard Whitfield kominn með þrjár villur í fyrsta leikhluta og fjórar villur snemma í síðari hálfleik. „Það var dæmt svipað af villum báðum megin en svolítið litlar villur. Maður hefur spilað leiki þar sem er dæmt mikið og spilað þar sem er dæmt lítið. Maður verður bara að aðlagast.“ Með sigrinum jöfnuðu Haukarnir KR og Njarðvík að stigum í 4.-6.sæti deildarinnar en KR-ingar hafa leikið einum leik minna. „Markmiðið er að ná í topp fjóra. Við erum að verða betri og betri, sérstaklega varnarlega og mér fannst vörnin mjög góð í leiknum. Heilt yfir var hún góð og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á og byggja upp.“ Dominos-deild karla
Haukar sóttu tvö stig til Grindavíkur í 14.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Tapleikurinn er sá fjórði í röð hjá Grindavík sem sitja í 9.sæti deildarinnar en Haukar jöfnuðu Njarðvík og KR að stigum í 4.-6.sæti með sigrinum. Haukar byrjuðu af miklum krafti og komust í 13-3 og leiddu 24-14 í hálfleik. Þeir héldu forystunni í 10-15 stigum og Grindvíkingar áttu í vandræðum sóknarlega. Bandaríkjamaðurinn Jamal Olasawere er farinn heim og Grindvíkingar því fremur lágvaxnir undir körfunni. Haukar leiddu 46-35 í leikhléi en Grindvíkingar náðu áhlaupi í síðari hálfleiknum. Gestirnir lentu í villuvandræðum og Flenard Whitfield fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta og sína fjórðu villu nokkuð snemma í síðari hálfleik. Grindavík náði muninum mest niður í 3 stig og fékk tækifæri til að jafna úr góðum þriggja stiga færum en settu ekki niður skotin. Haukar náðu síðan vopnum sínum á ný. Þeir settu niður mikilvægar körfur og þegar Emil Barja setti niður stóran þrist þegar um fimm mínútur voru eftir var eins og allt loft væri úr heimamönnum. Haukar litu ekki um öxl og unnu að lokum fimmtán stiga sigur, 88-73.Af hverju unnu Haukar?Í fyrsta lagi mættu þeir mun tilbúnari til leiks en heimamenn. Þeir voru klárir strax frá upphafi og náðu forystu strax á fyrstu mínútunum sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. Haukar nýttu breidd sína í dag og gátu sótt sterka menn á bekkinn þegar þeir lentu í villuvandræðum. Grindvíkingar voru í erfiðleikum með að skora í dag. Þeir þurftu að hafa mikið fyrir öllum stigum og á köflum voru þeir fremur óskipulagðir í sókninni sem er gömul saga og ný í þeirra herbúðum. Serbneski leikstjórnandinn Miljan Rakic kom til liðs við þá í gær og á að vera sá sem stillir sóknarleikinn þeirra af. Það er eftir að sjá hvort það tekst og þá hvort það dugi til að rífa Grindvíkinga upp úr þeim öldudal sem þeir eru í.Þessir stóðu upp úr:Ingvi Þór Guðmundsson var stigahæstur heimamanna með 23 stig en jafnframt með 8 tapaða bolta. Hann leggur of oft af stað í vegferð án þess að vita hver endapunkturinn er, driplar og missir boltann. Valdas skilaði 19 stigum en átti erfitt uppdráttar undir körfunni enda ekki margir hávaxnir að berjast með honum. Hjá Haukum dreifðist stigaskorið jafnt. Flenard Whitfield skoraði 20 stig á 20 mínútum og var öflugur þegar hann var inná. Gerald Robinson, sem hefði átt að vera í leikbanni í kvöld eins og lesa má um hér, skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Kári Jónsson steig vel upp í síðari hálfleik og setti mikilvægar körfur.Hvað gekk illa?Sóknarlega voru heimamenn í vandræðum. Þeir töpuðu mörgum boltum og fá ekki nema 5 stig af bekknum. Ólafur Ólafsson hefur verið í vandræðum í síðustu leikjum og þeir þurfa meira frá honum en þau 7 stig sem hann skilaði í kvöld ef þeir ætla sér að vinna sigra. Haukar byrjuðu af krafti en slökuðu svo fullmikið á eftir hlé. Þeir höfðu alla burði til að keyra enn frekar á Grindvíkingana en villuvandræði gerðu þeim vissulega erfitt fyrir.Áhugaverð tölfræði:Grindavík hitti aðeins úr 6 þriggja stiga skotum af þeim 32 sem þeir tóku, eða rúmlega 18% nýting. Þeir töpuðu 19 boltum og hittu í heildina 35% utan af velli. Haukar fengu 21 stig af bekknum og skoruðu 21 stig eftir sóknarfráköst, bæði mun meira en hjá heimamönnum.Hvað gerist næst?Bæði lið eiga útileik í næstu umferð. Grindvíkingar heimsækja nágranna sína í Njarðvík og stefna á að vera komnir með bandarískan leikmann undir körfuna fyrir þann leik. Þeir þurfa nauðsynlega á því að halda. Haukar eiga leik gegn Fjölni í Grafarvogi og miðað við úrslitin undanfarið er það svokallaður skyldusigur hjá Israel Martin og hans mönnum.Daníel Guðni: Við þurfum bara að fara að standa okkur beturDaníel Guðni Guðmundsson er þjálfari Grindavíkur.Vísir/DaníelDaníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur stóð í ströngu í kvöld og var vitaskuld svekktur eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun, vorum staðir í sókninni og lítið boltaflæði. Þeir komust 10 stigum yfir strax í fyrsta leikhluta sem gerði þetta erfitt fyrir okkur,“ sagði Daníel við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í þriðja leikhluta áttum við góða spretti og náðum þessu í þrjú stig. Svo settu þeir stórar körfur og við ætluðum að jafna metin í einni sókn. Það var erfitt og við misstum þetta frá okkur þá.“ Grindvíkingar voru í vandræðum sóknarlega og töpuðu mörgum boltum og virkuðu á köflum óskipulagðir. „Við áttum erfitt með að skora. Sóttum og fengum villur og náðum í þannig körfur. Við erum með nýjan leikmann í okkar röðum og við þurfum að blanda honum meira inn í þetta. Svo þurfum við að gera aðra viðbót, það er ekkert öðruvísi,“ bætti Daníel við en Grindvíkingar léku án bandarísks leikmanns í kvöld en Daníel sagðist vona að þau mál myndu skýrast í kvöld. Leikmenn og þjálfarar ræddu málin oft við dómarana í kvöld sem höfðu í nóg að snúast. „Þetta var harður leikur og örugglega erfiður að dæma. En mér fannst ekkert halla á okkur, auðvitað eru eru einhver atriði hér og þar en það er bara partur af þessu.“ Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í röð og þeir sitja sem fastast í 9.sætinu og eru í hættu á að missa af úrslitakeppninni. „Að sjálfsögðu erum við orðnir smeykir við það. Þetta er búið að vera mjög erfitt hjá okkur og það er mjög augljóst þegar við horfum á töfluna að við þurfum að fara að fá sigra. Þetta er erfið deild og við þurfum bara að fara að standa okkur betur, það er bara einfalt,“ sagði Daníel Guðni að lokum.Martin: Erum að reyna að stíga upp varnarlegaMartin er sáttur með framfarirnar sem hans menn hafa sýnt.vísir/daníelIsrael Martin þjálfari Hauka var ánægður með leik sinna manna og þær framfarir sem þeir hafa sýnt undanfarið. „Mér fannst við hafa yfirburði í dag í 34-35 mínútur og stjórnuðum leiknum, sérstaklega varnarlega. Við lögðum áherslu á að stoppa tvo hluti hjá þeim og gerðum það rétt. Í síðasta leik héldum við KR í 75 stigum og Grindavík í 73 stigum í kvöld og þetta er bætin hjá okkur,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum mjög klókir þegar þeir gerðu sitt áhlaup, þegar Sigtryggur Arnar og fleiri voru að reyna að keyra á körfuna. Sóknarlega héldum við hraðanum niðri og dreifðum boltanum vel.“ Grindvíkingar náðu ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta og komu muninum niður í 3 stig. „Við ræddum það í hálfleik að þeir myndu koma út í síðari hálfleikinn af krafti. Þeir eru með öfluga íþróttamenn sem geta hlaupið völlinn og þeir eru minni en við sem getur verið erfitt að eiga við. Þetta voru ekki nema 4-5 mínútur þar sem við höfðum ekki stjórnina en við héldum einbeitingum. Við tókum leikhlé og komum til baka.“ Haukar lentu í villuvandræðum en fengu sterkar innkomur frá mönnum af bekknum. „Við erum að reyna að stíga upp varnarlega þannig að ég get ekki kvartað yfir villunum. Dómararnir eru að vinna sína vinnu og ég vil frekar eiga í villuvandræðum en að andstæðingarnir fái auðveldar körfur. Villur eru hluti af leiknum og við þurfum að lifa við það,“ sagði Martin að lokum.Emil: Erum að verða betri og betriEmil Barja átti fínan leik fyrir Hauka í Grindavík í kvöld.vísir/bára„Þetta var erfitt og ég er ekki alveg nógu sáttur með okkar leik á köflum. Við byrjuðum mjög vel og hefðum þurft að nýta stóru strákana inni í teig ennþá meira,“ sagði Emil Barja leikmaður Hauka eftir sigurinn í Grindavík í Dominos-deildinni í kvöld. Í þriðja leikhluta gerðu Grindvíkingar atlögu að Haukunum og náðu muninum mest niður í þrjú stig auk þess að fá tvö opin skot til að jafna metin undir lok leikhlutans og í upphafi fjórða leikhluta. „Við vorum of mikið að spila eins og við ætluðum að halda forystunni í stað þess að byggja meira upp. Það er það sem ég er ekki sáttur með. Við vorum með leikinn frá byrjun og svo ætluðum við bara að halda þeim í 10-15 stigum,“ sagði Emil. Haukarnir lentu í töluverðum villuvandræðum og meðal annars var Flenard Whitfield kominn með þrjár villur í fyrsta leikhluta og fjórar villur snemma í síðari hálfleik. „Það var dæmt svipað af villum báðum megin en svolítið litlar villur. Maður hefur spilað leiki þar sem er dæmt mikið og spilað þar sem er dæmt lítið. Maður verður bara að aðlagast.“ Með sigrinum jöfnuðu Haukarnir KR og Njarðvík að stigum í 4.-6.sæti deildarinnar en KR-ingar hafa leikið einum leik minna. „Markmiðið er að ná í topp fjóra. Við erum að verða betri og betri, sérstaklega varnarlega og mér fannst vörnin mjög góð í leiknum. Heilt yfir var hún góð og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á og byggja upp.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti