Handbolti

Viktor Gísli: Hef aldrei varið svona mörg víti áður

Anton Ingi Leifsson skrifar

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Íslands, segir að landsliðinu vanti meiri stöðugleika og það gangi ekki endalaust að lenda nokkrum mörkum undir.

„Við hefðum alveg getað unnið þennan leik,“ sagði Viktor í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Malmö.

„Við vorum ekki að nýta færin okkar og við erum að kasta markverðina hjá hinu liðinu í gang fannst mér.“

„Við byrjuðum mjög lélega og lentum sex mörkum undir. Síðan náðum við að vinna okkur aftur inn í þetta en það tekur mjög mikið á að þurfa vinna sig aftur inn í leikinn.“

„Okkur vantar meiri stöðugleika.“

Viktor Gísli hefur varið hvert vítið á fætur öðru og hann segir að þetta hafi komið honum sjálfur á óvart.

„Ég hef aldrei varið svona mörg víti. Þetta er bara góður undirbúningur með Thomas og Bjögga,“ en Thomas Svensson er markmannsþjálfari Íslands.

„Í fyrsta vítinu gegn Mikkel Hansen var hann aðeins að leika sér að mér en svo tók maður nokkur. Þá var borin meiri virðing fyrir manni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×