Væta, hláka og leysingar í dag Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:28 Snjó hefur víða tekið upp í hlýindum og úrkomu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Líkur eru taldar á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun eftir sunnan hvassviðri eða storm sem gekk yfir landið í nótt. Gular- og appelsínugular viðvaranir vegna veðurs verða áfram í gildi fram á kvöldið. Sérstaklega er búist við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á Suðausturlandi. Þá eru taldar líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Varað er við því að flughálka geti myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar við bætist hvass vindur verði aðstæður til aksturs varasamar. Ganga þurfi úr skugga um að fráveitukerfi virki til að forðast vatnstjón í vætu og hláku dagsins. Nú í morgun voru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna storms fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið. Við tekur gul viðvörun fram eftir degi á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá tók gul viðvörun gildi vegna suðvestan hvassviðris eða storms á Austurlandi að Glettingi klukkan fimm í morgun og gildir fram á kvöld. Á Suðausturlandi er varað við mikilli rigningu til klukkan níu í morgun. Búist er við sunnan og suðvestan 18-25 m/s með vætu í dag en rofa á til austanlands eftir hádegið. Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig, hlýjast á Austurlandi. Í kvöld er gert ráð fyrir suðvestan 13-20 m/s með slydduéljum á vesturhelmingi landsins og kólnandi veðri. Á morgun er spáð suðvestan 15-23 m/s og víða éljum. Bjart á að vera á austanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Líkur eru taldar á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun eftir sunnan hvassviðri eða storm sem gekk yfir landið í nótt. Gular- og appelsínugular viðvaranir vegna veðurs verða áfram í gildi fram á kvöldið. Sérstaklega er búist við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á Suðausturlandi. Þá eru taldar líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Varað er við því að flughálka geti myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar við bætist hvass vindur verði aðstæður til aksturs varasamar. Ganga þurfi úr skugga um að fráveitukerfi virki til að forðast vatnstjón í vætu og hláku dagsins. Nú í morgun voru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna storms fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið. Við tekur gul viðvörun fram eftir degi á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá tók gul viðvörun gildi vegna suðvestan hvassviðris eða storms á Austurlandi að Glettingi klukkan fimm í morgun og gildir fram á kvöld. Á Suðausturlandi er varað við mikilli rigningu til klukkan níu í morgun. Búist er við sunnan og suðvestan 18-25 m/s með vætu í dag en rofa á til austanlands eftir hádegið. Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig, hlýjast á Austurlandi. Í kvöld er gert ráð fyrir suðvestan 13-20 m/s með slydduéljum á vesturhelmingi landsins og kólnandi veðri. Á morgun er spáð suðvestan 15-23 m/s og víða éljum. Bjart á að vera á austanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira