Conor McGregor snéri aftur í hringinn í nótt er hann barðist við Donald Cerrone, betur þekktur sem kúrekinn.
Bardaginn var hluti af UFC 246 sem fór fram í Las Vegas, nánar tiltekið í T-Mobile höllinni.
The Notorious One had the entire sports world talking #UFC246pic.twitter.com/D7owfhy62a
— ESPN (@espn) January 19, 2020
Þetta var fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í MMA síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018.
Írinn talaði mikið um hvað hann væri í góðu formi fyrir bardagann og það mátti sjá en hann var ekki lengi að afgreiða Kúrekann.
@TheNotoriousMMA’s ring walk lasted longer than the fight itself.
— SPORF (@Sporf) January 19, 2020
Wow. pic.twitter.com/MdrNN75TGy
Það tók hann einungis 40 sekúndur. Conor náði höggum í upphafi bardagans og háspark Conors náði Cerrone í gólfið. Hann fylgdi því á eftir með höggum þangað til dómarinn stöðvaði bardagann.
„Ég skrifaði mig í sögubækurnar. Ég setti nýtt met. Ég er sá fyrsti í UFC sögunni til að vinna í fjaðurvigt, léttvigt og nú í veltivigt svo ég er stoltur af því,“ sagði McGregor.
"IRELAND, BABY!"@TheNotoriousMMA thanks everyone for their support #UFC246pic.twitter.com/qZwjAxycH8
— ESPN MMA (@espnmma) January 19, 2020
Hann hafði ekki unnið bardaga í UFC síðan hann vann titilinn í nóvember 2016.