Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:30 Rósa Björk hefur fundað með ýmsum fulltrúum katalónskra sjálfstæðissinna undanfarin misseri. Vísir Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún. Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún.
Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira