Segir spænsk stjórnvöld auka viðveru sína vegna funda þingmanna með Katalónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:30 Rósa Björk hefur fundað með ýmsum fulltrúum katalónskra sjálfstæðissinna undanfarin misseri. Vísir Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún. Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fulltrúar spænskra stjórnvalda buðu sér á fund íslenskra þingmanna með forseta katalónska þingsins á Íslandi á dögunum. Varaformaður utanríkismálanefndar segir ekkert launungarmál að spænsk stjórnvöld hafi aukið viðveru sína hér vegna velvildar íslenskrar þingmanna í garð Katalóníu. Tveir íslenskir þingmenn hafa öðrum fremur tekið upp málstað katalónskra sjálfstæðissinna hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, og flokksbróðir hennar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Steingrímur sem sendi meðal annars forsetum Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins bréf í október þar sem hann lýsti áhyggjum af þungum fangelsisdómi yfir fyrrum forseta Katalóníuþings, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingar sem spænsk stjórnvöld töldu ólöglega. Rósa Björk segir ekki vanþörf á að halda merkjum Katalóna á lofti, við litla hrifningu spænskra stjórnvalda.. „Þegar Katalónar hafa komið hingað til lands, kjörnir fulltrúar, þá hafa spænsk yfirvöld yfirleitt reynt að senda sinn fulltrúa á þá fundi,“ segir Rósa Björk. Rósa og Steingrímur funduðu þannig hvort í sínu lagi með Josep Costa, forseta katalónska þingsins, þegar hann var hér á landinu í liðinni viku um áframhaldandi samskipti Íslendinga og Katalóna og hvernig halda megi uppi málstað Katalóníu á vettvangi Evrópuráðsþingsins, þar sem Rósa er varaforseti. Í aðdraganda fundanna barst Costa póstur frá spænskum stjórnvöldum um að fulltrúi þeirra ætlaði sér að sitja fundina. „Það er ekkert launungarmál að spænsk yfirvöld hafa aukið viðveru sína hér á Íslandi vegna þeirrar orðræðu sem ég og Steingrímur höfum haldið uppi. Við höfum nú verið mest áberandi í því,“ segir Rósa Björk. Spænsk stjórnvöld hafi til að mynda fjölgað í starfsliði sínu á Íslandi vegna þessa. „Það er meðal annars til þess að geta mætt á þá fundi sem við höfum verið að halda með Katalónum. Fulltrúi spænskra stjórnvalda reyndi til að mynda að sitja fund sem ég átti sem starfandi formaður utanríkismálanefndar fyrir rúmu ári,“ segir hún. Framgöngu spænskra stjórnvalda telur Rósa ekki endilega óeðlilega, enda sé Katalónía ekki sjálfstætt ríki. „En spænsk yfirvöld hafa kannski gengið svona harðara fram en maður myndi hafa ímyndað sér gagnvart okkur hér á íslenska þinginu,“ segir hún.
Alþingi Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira