Kalla út herinn vegna fannfergis eftir sprengilægð á Nýfundnalandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 13:51 Íbúi í St. John's mokar leið að húsi sínu í gær. Bílar grófust í fönn og almenn umferð var bönnuð vegna fannfergisins. AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Kanada Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press
Kanada Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira