Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Janus, Alex og Guðjón fá allir toppeinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2020 16:30 Guðjón Valur Sigurðsson átti sinni besta leik á mótinu og skorar hér eitt af fimm mörkum sínum í leiknum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið vann leikinn 28-25 þar sem liðið byrjaði frábærlega en sýndi síðan mikinn styrk að brotna ekki þegar Portúgal unnu sig inn í leikinn heldur snúa vörn í sókn og sækja langþráðan og mjög dýrmætan sigur í baráttunni um að vinna sér sæti í Ólympíuumspilinu. Það voru margir leikmenn í íslenska liðinu að spila vel í þessum leik. Þrír af þeim fá sexu eða fullt hús. Það eru reynsluboltarnir Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson en líka Janus Daði Smárason sem hefur spilað betur og betur með hverjum leik. Janus Daði er kominn með fullt traust hjá þjálfaranum og sjálfstraustið geislar nú af honum. Alexander og Guðjón Valur gáfu liðinu mikið með baráttu sinni og mikilvægri útsjónarsemi á lykilstundum í leiknum. Við þurftum að bíða aðeins eftir Aroni Pálmarssyni eftir tvo slaka leiki í röð en hann steig inn á hárréttum tíma í seinni hálfleiknum og leiddi íslenska liðið til sigurs. Aðeins slakur fyrri hálfleikur kom í veg fyrir hámarkseinkunn hjá honum. Aron fékk fimmu eins og þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ýmir Örn Gíslason sem báðir hafa sýnt mikinn stöðugleik hjá íslenska liðinu á þessu móti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö öllum leikmönnum íslenska liðsins og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Portúgal:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (16 varin skot- 54:50 mín.) Björgvin átti mjög góðan leik. Var yfirvegaður og frammistaða hans í leiknum minnti á hans bestu daga í marki íslenska landsliðsins. Leikmaður sem virðist eiga nóg eftir. Afar traustur í síðustu leikjum.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 6 (5 mörk - 59:42 mín.) Byrjaði leikinn af miklu afli. Dreif liðið áfram og það geislaði hreinlega af honum á vellinum. Frábær í varnarleiknum og ljóst að hann lagði allt sem hann átti í þennan leik. Var algjörlega til fyrirmyndar.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (5 mörk - 41:57 mín.) Aron var í miklum vandamálum í fyrri hálfleik en náði að koma sér inn í leikinn í þeim síðari og skilaði afar góðu verki eftir hlé. Hefur ekki verið í góðu standi í síðustu leikjum en er íslenska liðinu lífsnauðsynlegur þegar hann nær góðum leikjum. Traustur í varnarleiknum.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 6 (8 mörk - 29:37 mín.) Janus spilaði sinn langbesta landsleik. Hann afar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Stýrði liðinu eins og herforingi og skoraði frábær mörk. Hann var ekki í liðinu á síðasta stórmóti en sannaði það í þessum leik að íslenska liðið getur illa verið án hans.Alexander Petersspn, hægri skytta - 6 (5 mörk - 54:41 mín.) Var ótrúlegur í leiknum á báðum endum vallarins. Ótrúleg orka og útgeislun til annarra leikmanna liðsins. Hefur verið mikilvægasti leikmaður liðsins á mótinu. Það verður ekki af honum tekið.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3 (1 mark - 33:41 mín.) Arnór byrjaði leikinn en hefur ekki fengið mikið að spila á þessu móti enda samkeppnin mikil. Skoraði gott mark en náði ekki að finna takt og koma sér í fleiri færi. Hann var hins vegar skínandi góður í vörninni.Kári Kristjánsson, lína - 3 (0 mörk - 24:20 mín.) Kári var í vandræðum allan leikinn. Leikmenn íslenska liðsins voru líka í vandræðum með að finna hann. Hann reyndi að koma sér í stöðu, slag í slag, en kannski þarf hann meiri og betri þjónustu frá samherjum sínum.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (4 stopp - 36:32 mín.) Var í vandræðum fyrstu mínútur leiksins en fann síðan betri takt og var stórkostlegur í hjarta íslensku varnarinnar. Morgunljóst að þar er kominn framtíðarmaður í miðju íslensku varnarinnar. Hann þarf hins vegar að fá fleiri tækifæri í sóknarleiknum. Það hlýtur að gerast fyrr en varir.Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (9 stopp - 32:13 mín.) Elvar skilaði enn og aftur góðu hlutverki í varnarleiknum. Gríðarlega sterkur og öflugur. Það er hins vegar synd að hann finnur engan takt í sóknarleiknum. Klárlega leikmaður sem þurfum á að halda á báðum endum vallarins. Hæfileikarnir í sókninni eru ótvíræðir en hann nær ekki að galdra þá fram.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (1 mark - 24:55 mín.) Skilaði fínum leik en fékk ekki marga bolta út í hornið. Portúgalar náðu að loka vel á hann. Hann er einn af þessum ungu mönnum í íslenska liðinu sem hafa sent skýr skilaboð um það að þar eigi þeir heima.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 10:49 mín.) Viggó náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Slóvenum. Hann hefur aftur á móti sýnt fram á það að hann á fullt erindi í liðið. Hann skortir hins vegar reynslu en leikmaður eins og hann, sem leikur í deild þeirra bestu í Þýskalandi, styrkir liðið.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 13:35 mín.) Ólafur er klettur varnarlega og orðinn einn reynslumesti leikmaður liðsins. Menn vilja auðvitað fá meira frá honum í sóknarleiknum og þar virðist hann eiga mikið inni. Vonandi er innistaða fyrir því í næstu leikjum.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - spilaði of lítiðViktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - spilaði of lítiðHaukur Þrastarson, vinstri skytta -spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Eftir tvo tapleiki í röð er ekki einfalt mál að koma liðinu í takt á nýjan leik. Guðmundur lagði leikinn frábærlega upp og þá er í rauninni sama hvert er litið. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður þegar mest á reyndi. Varnarleikurinn kom Portúgölum í opna skjöldu. Leikurinn í raun meistarastykki hjá þjálfaranum og aðstoðarmönnum hans. Bravó.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið komst aftur á sigurbraut eftir tvö slæm töp í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið vann leikinn 28-25 þar sem liðið byrjaði frábærlega en sýndi síðan mikinn styrk að brotna ekki þegar Portúgal unnu sig inn í leikinn heldur snúa vörn í sókn og sækja langþráðan og mjög dýrmætan sigur í baráttunni um að vinna sér sæti í Ólympíuumspilinu. Það voru margir leikmenn í íslenska liðinu að spila vel í þessum leik. Þrír af þeim fá sexu eða fullt hús. Það eru reynsluboltarnir Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson en líka Janus Daði Smárason sem hefur spilað betur og betur með hverjum leik. Janus Daði er kominn með fullt traust hjá þjálfaranum og sjálfstraustið geislar nú af honum. Alexander og Guðjón Valur gáfu liðinu mikið með baráttu sinni og mikilvægri útsjónarsemi á lykilstundum í leiknum. Við þurftum að bíða aðeins eftir Aroni Pálmarssyni eftir tvo slaka leiki í röð en hann steig inn á hárréttum tíma í seinni hálfleiknum og leiddi íslenska liðið til sigurs. Aðeins slakur fyrri hálfleikur kom í veg fyrir hámarkseinkunn hjá honum. Aron fékk fimmu eins og þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ýmir Örn Gíslason sem báðir hafa sýnt mikinn stöðugleik hjá íslenska liðinu á þessu móti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö öllum leikmönnum íslenska liðsins og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Portúgal:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (16 varin skot- 54:50 mín.) Björgvin átti mjög góðan leik. Var yfirvegaður og frammistaða hans í leiknum minnti á hans bestu daga í marki íslenska landsliðsins. Leikmaður sem virðist eiga nóg eftir. Afar traustur í síðustu leikjum.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 6 (5 mörk - 59:42 mín.) Byrjaði leikinn af miklu afli. Dreif liðið áfram og það geislaði hreinlega af honum á vellinum. Frábær í varnarleiknum og ljóst að hann lagði allt sem hann átti í þennan leik. Var algjörlega til fyrirmyndar.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (5 mörk - 41:57 mín.) Aron var í miklum vandamálum í fyrri hálfleik en náði að koma sér inn í leikinn í þeim síðari og skilaði afar góðu verki eftir hlé. Hefur ekki verið í góðu standi í síðustu leikjum en er íslenska liðinu lífsnauðsynlegur þegar hann nær góðum leikjum. Traustur í varnarleiknum.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 6 (8 mörk - 29:37 mín.) Janus spilaði sinn langbesta landsleik. Hann afar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Stýrði liðinu eins og herforingi og skoraði frábær mörk. Hann var ekki í liðinu á síðasta stórmóti en sannaði það í þessum leik að íslenska liðið getur illa verið án hans.Alexander Petersspn, hægri skytta - 6 (5 mörk - 54:41 mín.) Var ótrúlegur í leiknum á báðum endum vallarins. Ótrúleg orka og útgeislun til annarra leikmanna liðsins. Hefur verið mikilvægasti leikmaður liðsins á mótinu. Það verður ekki af honum tekið.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 3 (1 mark - 33:41 mín.) Arnór byrjaði leikinn en hefur ekki fengið mikið að spila á þessu móti enda samkeppnin mikil. Skoraði gott mark en náði ekki að finna takt og koma sér í fleiri færi. Hann var hins vegar skínandi góður í vörninni.Kári Kristjánsson, lína - 3 (0 mörk - 24:20 mín.) Kári var í vandræðum allan leikinn. Leikmenn íslenska liðsins voru líka í vandræðum með að finna hann. Hann reyndi að koma sér í stöðu, slag í slag, en kannski þarf hann meiri og betri þjónustu frá samherjum sínum.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (4 stopp - 36:32 mín.) Var í vandræðum fyrstu mínútur leiksins en fann síðan betri takt og var stórkostlegur í hjarta íslensku varnarinnar. Morgunljóst að þar er kominn framtíðarmaður í miðju íslensku varnarinnar. Hann þarf hins vegar að fá fleiri tækifæri í sóknarleiknum. Það hlýtur að gerast fyrr en varir.Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (9 stopp - 32:13 mín.) Elvar skilaði enn og aftur góðu hlutverki í varnarleiknum. Gríðarlega sterkur og öflugur. Það er hins vegar synd að hann finnur engan takt í sóknarleiknum. Klárlega leikmaður sem þurfum á að halda á báðum endum vallarins. Hæfileikarnir í sókninni eru ótvíræðir en hann nær ekki að galdra þá fram.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (1 mark - 24:55 mín.) Skilaði fínum leik en fékk ekki marga bolta út í hornið. Portúgalar náðu að loka vel á hann. Hann er einn af þessum ungu mönnum í íslenska liðinu sem hafa sent skýr skilaboð um það að þar eigi þeir heima.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 10:49 mín.) Viggó náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Slóvenum. Hann hefur aftur á móti sýnt fram á það að hann á fullt erindi í liðið. Hann skortir hins vegar reynslu en leikmaður eins og hann, sem leikur í deild þeirra bestu í Þýskalandi, styrkir liðið.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 13:35 mín.) Ólafur er klettur varnarlega og orðinn einn reynslumesti leikmaður liðsins. Menn vilja auðvitað fá meira frá honum í sóknarleiknum og þar virðist hann eiga mikið inni. Vonandi er innistaða fyrir því í næstu leikjum.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - spilaði of lítiðViktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - spilaði of lítiðHaukur Þrastarson, vinstri skytta -spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Eftir tvo tapleiki í röð er ekki einfalt mál að koma liðinu í takt á nýjan leik. Guðmundur lagði leikinn frábærlega upp og þá er í rauninni sama hvert er litið. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður þegar mest á reyndi. Varnarleikurinn kom Portúgölum í opna skjöldu. Leikurinn í raun meistarastykki hjá þjálfaranum og aðstoðarmönnum hans. Bravó.Útskýring á einkunnum:6 - Heimsklassa frammistaða5 - Frábær frammistaða4 - Góð frammistaða3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu2 - Ekki nógu góð frammistaða1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Einkunnir strákanna okkar á móti Slóvenum í kvöld: Björgvin Páll og Viggó bestir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti Slóvenum í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Íslenska liðið er því áfram stigalaust á botni riðilsins og útlitið er ekki alltof bjart. 17. janúar 2020 17:41