Eldri borgarar eiga að borða allt sem þeim finnst gott og nóg af próteini Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2020 19:15 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur, sem býr í Hveragerði og kannar meðal annars í doktorsverkefni sínu næringarástand eldra fólks, sem útskrifast af Landsspítalanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind. Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind.
Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira