Eldri borgarar eiga að borða allt sem þeim finnst gott og nóg af próteini Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2020 19:15 Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur, sem býr í Hveragerði og kannar meðal annars í doktorsverkefni sínu næringarástand eldra fólks, sem útskrifast af Landsspítalanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind. Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Berglind Soffía Ásbjörnsdóttir Blöndal, næringarfræðingur í Hveragerði hefur komist að því að eldra fólk, sem útskrifast af Landspítalanum er oftar en ekki vannært og versni eftir að það kemur heim. Þá fari fólk í ruglástand sé það ekki duglegt að drekka.Doktorsverkefni Berglindar Soffíu Ásbjörnsdóttir Blöndal í Hveragerði gengur út á að kanna með næringarástands eldra fólks, sem hefur lengið inn á Landspítalanum og kanna næringarástand þess. Fólkið fær næringarmeðferð og sérstakan orku og próteinbættan mat, sem Berglind Soffía gefur þeim í sex mánuði og fer með heim til þeirra. Um er að ræða 135 þátttakendur.Berglind Soffía hefur komist að því að fólk er vannært.„Já í mastersverkefninu mínu skoðuðum við hver staðan væri á fólki sem lá inn á Landsspítalanum og færi svo heim. Við skoðuðum viku eftir útskrift og tveimur vikum eftir útskrift og þar voru sláandi niðurstöður. Það voru allir vannærðir og versnuðu eftir að þeir komust heim“, segir Berglind og bætir við. „Með auknum aldri þá hverfur eða minnkar matarlystinni og þorstatilfinning og bragðlaukarnir breytast“.Þá hafi sýnt sig að þegar fólk hefur misst maka sinn, er eitt eftir, þá hefur það ekki mikinn áhuga á að elda eða standa í matseld. Því sé mjög mikilvægt að hvetja fólk til að vera duglegt að borða og drekka og koma með alls konar hugmyndir um hollt og gott fæði. Berglind Soffía leggur mikla áherslu á að fólk, sérstaklega eldra fólk, sé duglegt að drekka.„Já, þar er allur vökvi þar með talinn, hafa alltaf vatnsglas við höndina eða djúsglas eða annað sem fólki þykir gott að drekka af því að maður getur farið í ruglástand ef maður verður þurr því þá koma ójafnvægi á sölt líkamans“. Berglind Soffía fer með mat heim til 135 eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum degi, sem eru með henni í verkefninu og sér til þess að það fái hollan og næringaríkan mat í sex mánuði. Hún er í samstarfi við MS, SS og Grím kokk í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvernig á draumamatseðil eldra fólk að líta út að mati Berglindar Soffíu? „Bara allt sem manni finnst gott og nóg af próteini. Það er oft að fólk er ekki nægilega duglegt að borða prótein en það er í formi fisks, kjöts, kjúklings, egg og slíks, sem veitir mesta próteinið. Vera duglegt að borða það og hafa góða sósu með því, ekki að vera að einblína á kartöflur og grænmeti, það er bara svo lítil orka í því“, segir Berglind.
Eldri borgarar Hveragerði Matur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira