Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 18:45 Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent