Alisson, markvörður Liverpool, vann í kvöld til verðlaunanna Samba d’Or sem er veitt fyrir besta Brasilíumanninn í Evrópu.
Alisson átti magnað ár í marki Liverpool. Hann vann Evrópumeistaratitilinn og HM félgasliða með félaginu en að auki lenti liðið í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
OFFICIAL: Alisson Becker has won the 2019 Samba d'Or, an award given to the best Brazilian player in Europe.
— Squawka News (@SquawkaNews) January 2, 2020
Roberto Firmino finished second and Neymar third. pic.twitter.com/3JJ8gtRzxj
Alisson er fyrsti markvörðurinn til að vera kosinn en fyrrum sigurvegarara má sjá hér að neðan. Þetta er annað árið í röð og þriðja árið af síðustu fjórum sem leikmaður Liverpool vinnur til verðlaunanna.
2008: Kaká
— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020
2009: Luis Fabiano
2010: Maicon
2011: Thiago Silva
2012: Thiago Silva
2013: Thiago Silva
2014: Neymar
2015: Neymar
2016: Philippe Coutinho
2017: Neymar
2018: Roberto Firmino
2019: Alisson
The first goalkeeper to win the Samba d'Or. pic.twitter.com/RVpWpJRNHs
Nú stendur Alisson í marki Liverpool sem spilar við Sheffield United á heimavelli. Með sigri nær Liverpool þrettán stiga forskoti á toppi deildarinnar og á leik til góða.
Þetta er 50. leikur Alisson fyrir Liverpool sem hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Liverpool frá því hann gekk í raðir liðsins frá Roma árið 2018.
#AB1
— Liverpool FC (@LFC) January 2, 2020
@premierleague apps pic.twitter.com/tsqX069gvF