Liverpool endurtók afrek Eiðs Smára og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Sadio Mané, Eiður Smári Guðjohnsen og Patrick Vieira hafa allir leikið heilt ár með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Samsett/Getty 3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum. Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum.
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira