Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 5. janúar 2020 19:15 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45